Goðasteinn - 01.03.1964, Side 46

Goðasteinn - 01.03.1964, Side 46
öskugrá þokuský, smá, sáust á stangli. Huldi hann öll fjöll, er undir honum lágu, með niðmyrkri sínu, og var sem dimm nótt grúfði yfir þeim. Ég veit ekki, hvað betur hefði getað vakið hjá sjónarvotturn myrkva þessa hugmynd um Egyptalands-myrkrin fornu, hvernig þau hefðu orðið að líta út hjá fsraels-börnum sem bjuggu í Gósen, ef þetta hefði ekki verið til þess hæft. Margir urðu skelkaðir við sjón þessa og heyrn, meintu sumir, að þrumur mundu vera, en brátt varð augljóst, við nákvæma eftirtekt, að svo var ekki. Aðrir meintu, að óttalegur austanvindur mundi vera í nánd, sem hér byrjar oft með miklum nið í austurfjöllunum, og að vísu sýndist austurloftið ekki ólíkt því, að svo gæti verið; en þvílíkur niður hafði aldrei heyrzt áður sem þessi hinn ógnarlegi, er nú var. Til voru og þeir, er meintu heimsslit komin vera. En þeir vocu þó fleirí, sem sáu og heyrðu, að þetta var af völdum HEKLU - eldfjallsins, er svo oft áður hafði ógnað landi voru með eyðingu og dauða.“ Rit Odds var eigi prentað, fyrr en um 34 árum eftir að það var samið. Hinsvegar var ritgjörð séra Jóhanns Björnssonar prests í Keldnaþingum (1810-47) birt í Nýjum Félagsritum 1846. f sama riti er og birt skýrsla eftir Pál Melsted amtmann um sama efni. Frásögn séra Jóhanns ber mjög saman við Odd, en er mun lengri. Þar er eigi sagt frá atburðum frá degi til dags, en á þann hátt sagði Oddur frá. Séra Jóhann segir m. a. frá því, að 9. sept. reið hann til eld- stöðvanna ásamt þeim séra Ásmundi Jónssyni í Odda, G. Ein- arssyni cand. phil. á Selalæk, Lofti á Kaldbak og tveimur mönn- um öðrum, greindum og aðgætnum. Er ekki ólíklegt, að annar þeirra hafi verið Oddur, mágur Lofts. Ljóst er af frásögn Odds, að hann hefur farið til eldstöðvanna. - Þann 13. nóv. fara þeir séra Jóhann og Loftur enn til Heklu og er frásögn um þá ferð um 20 bls. hjá séra Jóhanni. Loftur á Kaldbak ritaði og dagbók um gosið og vitnar séra Jóhann stundum í hana. Loks er birt í N. F. 1847 stutt viðbótarfregn eftir séra Jóhann, um gaddinn í sauðfénu. Segir þar, að tjónið sé miklu minna en 44 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.