Goðasteinn - 01.03.1964, Page 52
reisuna." Þetta bréf sendir Oddur í nafni konu sinnar. Þar er í
einasta skiptið vikið að erfiðum efnahag, en allt hjal þar um
sé bezt að láta niður falla, en segja í þess stað nánar af dag-
legum högum:
Ég er oftast heil og hress á hverjum degi,
ánægð, glöð við hversdags hagi,
heilsugóð í betra lagi.
Frost og snjóar frekir ganga foldu yfir.
Jörðin hulin klaka-hafi,
himin felst í élja-kafi.
Þá segir frá því helzta, sem við ber, mannslátum á Landi og
næstu hreppum, sem of langt yrði að telja. Loks er dagsetning
í ljóði:
Þetta bréf á Þúfu rita þannig gjöri.
Trúi ég yfir tvítugt hjari,
talinn fjórði Janúari.
í einskonar eftirmála lætur Oddur Elínu konu sína svífa í
draumi yfir Suðurnesjum, átthögum sínum. Það er geimferð hug-
arins. Er lýst því sem fyrir ber í ferðinni. Utanáskrift bréfsins
er þannig: Bréfið eignist blíð jómfrú Oddbjörg Kristín Norðfjörð,
nú á Njarðvík ytri væntanlega.
í einu ljóðabréfanna er sumarkomu fagnað innilega. Þó má
ætla, að vetrarkvöldin hafi orðið honum drýgst til ritstarfa. En
allir fagna sumrinu:
Nú upprennur sumarsólin,
sansa vora gleðjandi.
Uppljómandi alheims-bólin,
alla fögnuð seðjandi.
Og ljóðabréfið endar svo:
Er í Þúfu endað letur -
átján hundruð segjum við.
Fjörutíu og fjögur betur
finnist núna ártalið.
50
Goðasteinn