Goðasteinn - 01.03.1964, Side 54
og háðrit um einn nágranna hans, og var eignuð Oddi í Þúfu,
af því fólk hélt, að enginn væri það gáfaður, að geta samið hana
nema Oddur. En svo sögðu aðrir, að Oddur hafi verið of vand-
aður maður til þess að láta þetta frá sér. Svona leit samtíðin á
þessa hluti.“
Það er tilgáta Guðna próf. Jónssonar, að einhver lærður spé-
fugl hafi sett saman þetta ræðukorn sér til gamans, en ekki viljað
láta nafns. síns getið. Virðist ekki ólíklegt, að svo hafi þetta
verið. En höfundarins er varla langt að leita, því ekki fóru miklar
sögur af bændafólki um fjarlæg héruð, þótt eitthvað smáskrýtið
bæri við á bæjum. Slíkar sögur fóru sjaldan lengra en í næstu
sveitir.
1 Almanaki Þjóðvinafélagsins (1931, bls. 66-84) er mjög skemmti-
lega saminn skopþáttur um atburð í Rangárvallasýslu, þar sem
m.a. komu við sögu Sæmundur Ögmundsson í Eyvindarholti og
Bonnesen sýslumaður. Höfundur þáttarins um Rauðhyrnu er Helgi
Thordersen, þá prestur í Odda, síðar biskup. Séra Helgi var
prestur í Odda 1820-1835. Hann var vinsæll prestur, mikill gáfu-
maður, en hafði til að vera glettinn á yngri árum. Víst mætti
gjöra því skóna, að prestur hafi heyrt söguna um brúðkaups-
veizluna í Hjallanesi 1816, en það átti að hafa verið góð veizla
og slátrað alikálfi eða uxa. En sá aumi þénari, vinnumaðurinn,
átti að hafa verið settur tii torfskurðar allan daginn, en borinn
óvirðulegur kostur að kvöldi. Meira var nú eigi söguefni, en í
fásinni var flest hey í harðindum. Má vera, að presti hafi dottið
í hug að nota efnið í gamanþátt í líkingu við Skraparotsprédikun.
Þó skal ekkert um það fullyrt, að Helgi sé höfundur Tábeitis-
prédikunar. Hinsvegar er málblærinn ekki ólíkur Rauðhyrnuþætti,
en samanburður umhendis, vegna ólíks efnis. Annars má segja, að
einu gildi hver höfundurinn er, en varla hefur hann verið Oddur.
Hitt er það, að Oddur bregður stundum fyrir sig léttri gaman-
semi í ljóði, en meinfyndni virðist honum ekki lagin. -
Af þeim fremur fáu ljóðum, sem geymzt hafa eftir Odd, má nú
helzt eitthvað ráða um hans innri mann. Hann hefur verið ein-
lægur trúmaður, treyst forsjón æðra valds, hvað sem í skarst.
í ljóðum hans eru ekki brotin til mergjar stór viðfangsefni, heldur
52
Goðasteinn