Goðasteinn - 01.03.1964, Page 62
fordæmi Dana og gerðu hana að landsstjóra sínum árið eftir, að
Ólafur féll frá. Island komst þar með undir danskan þjóðhöfð-
ingja árið 1388 og var það upp frá því í samfleytt 556 ár, svo sern
fyrr segir. Árið 1389 gerðu Svíar með hjálp Margrétar drottningar
uppreisn gegn Albrcckt konungi sínum. Var hann hrakinn frá
völdum og Margrét gerð drottning Svía í hans stað. Þar með voru
öll Norðurlöndin komin undir einn þjóðhöfðingja. Var formlega
stofnað á fundi í Kalmar 1397 einskonar sambandsríki þessara
landa og þar var hylltur konungur, systurdóttursonur og erfingi
Margrétar, Eiríkur af Pommern. Ríkjasamband þetta, sem stóð að
nafninu til þar til 1521, var kennt við þann stað, þar sem gengið
var frá stofnun þess og nefnt Kalmarsambandið.
Svíar reyndust ótryggastir í þessu sambandi, og það voru þeir,
sem rufu það með því að brjótast undan hinum danska konungi
Kristjáni 2. 1521. En þótt Svíar gerðu uppreisn og hyrfu úr sam-
bandinu, þá var Noregur og lönd þau, sem honum heyrðu til,
áfram undir danskri stjórn. Eftir Napóleonsstríðin 1814 komst svo
Noregur í konungssamband við Svíþjóð og var í því, þar til
Norðmenn gerðu uppreisn gegn Svíum og tóku sér eigin kon-
ung árið 1905.
ísland hafði, þrátt fyrir dönsk yfirráð, alltaf verið reiknað sem
hluti hins forna norska konungsríkis, en loks árið 1814 skildu
leiðir íslands og Noregs, því að ísland fylgdi Danmörku eftir sem
áður og hélt áfram að vera land Danakonungs allt til hins dýr-
lega dags 17. júní 1944.
60
Goðasteinn