Goðasteinn - 01.03.1964, Side 64

Goðasteinn - 01.03.1964, Side 64
kofinn var ógnar gren, svo ekki var hægt að verja taðið fyrir vætu. Hjörleifur gerði þá breytingu á húsum, að hann tók búrið í taðkofa en taðkofann í hesthús. Hann braut þá útidyr sunnan á gamla taðkofann og hlóð upp í göngin, sem lágu inn í eldhúsið. Búskapur Hjörleifs fór bjarglega af stað, en eftir þetta var eins og allt tálgaðist af honum, svo hann flosnaði upp frá Yztabæli. Kristín, kona Hjörleifs, hafði nokkuð saman við huldufólk að sælda og vissi af því utan bæjar og innan. Oft var lítið um mat- föng hjá henni, eins og víðar á þeim árum. Einu sinni var hún að skammta börnum sínum og átti þá ekki annað matarkyns en gulrófur. Hún færði þeim rófuklofningana á trédiskum. Varla hafði hún snúið baki við börnunum, þegar þau kölluðu: „Nei mamma, sko fallegu kartöflurnar“. Kristín leit þá við og sá, að stórar, rauðar kartöflur voru komnar á diskana, sín á hvorn. Þær virtust nýfærðar upp úr potti, því það rauk af þeim gufan. Kristín gladdist og sagði: „Gerið ykkur gott af, og biðjið guð að blessa ykkur matinn“. -o- I Miðbæli var gamall kirkjustaður, farinn í eyði fyrir mitt minni. Sögu heyrði ég af því, að einu sinni gengu allir heimamenn þar í kirkju, nema ein vinnukona, sem Sigríður hét. Hún átti barn, nokkuð stálpað. Þetta var um. vetur, svo skepnur voru á gjöf. Sigríði var sagt að gefa á lambhúsið um messutímann. Hún hafði ýmsu öðru að sinna og var liðið nær messulokum, þegar hún gaf sér tóm til að sinna lömbunum. 1 skyndi greip hún lambahripið og hélt til lambhússins. Við dyrnar á því var skorðuð hella, utan við hurðina. Sigríður þreif hana frá og þeytti henni til hliðar. Hún gaf svo lömbunum, eins og ráð var fyrir gert, og var nýbúin að því, þegar fólk gekk úr kirkju. Um nóttina dreymdi hana, að til hennar kom kona, döpur í bragði. Hún ávarpaði Sigríði og sagði: „Illa gerðir þú Sigríður mín. Þú lærbrauzt barnið mitt við lambhúsdyrnar í dag. Ég má ekki láta þess óhefnt, og hvort viltu nú, að það bitni á barninu þínu eða þér“? Sigríður kaus skjótt síðari kostinn. Hún vaknaði með því meini um morguninn, að kominn var djúpur skurður um þvert brjóstið á henni, en sú bót var í máli, að hann var laus við sársauka og blóðrennsli. Hann 62 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.