Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 65

Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 65
hafðist vel við og gekk smámsaman upp, en örið eftir hann bar Sigríður til æviloka. Þorsteinn Jónsson flutti frá Miðbæli að Rauðsbakka um i87o. Hann ætlaði að nota jarðarhús í Miðbæli fyrir kindakofa veturinn eftir og gekk þar frá jötuborðum um haustið. Hann gerði sér grein fyrir, að huldufólk átti einnig byggðarráð í Miðbæli og sagði því að gömlum hætti um leið og hann lauk verki: „Ef þetta er nokkr- um til baga, þá ætla ég að biðja hann að láta mig vita það með góðu.“ Leið svo tíminn fram á vetur. f fyrstu áfreðum bar það til nýlundu á Rauðsbakka, að kindur Þorsteins stóðu í hnappi þar, þegar komið var á fætur, og þótti með ólíkindum, því þær voru húsvanar í Miðbæli. Þorsteinn lét sér það að kenningu verða og hýsti fé sitt heima um veturinn. Á aurnum austan við bæinn á Hrútafelli voru tveir stórir stein- ar, kallaðir Sebbasteinar. Þar réði huldufólk húsum og átti sér kirkju í öðrum steininum. Ýmsir urðu þar varir við söng og helgi- athafnir inni fyrir. Einu sinni voru börn á Hrútafelli' með ærsl og hávaða uppi á Sebbasteinum. Allt í einu stóð hjá þeim gráskeggjaður karl, og engu líkara en hann hefði sprottið upp úr jörðinni. Hann var í illum ham, reiddi upp stóra varreku og sagði: „Eg skal setja rek- una þá arna í hausinn á ykkur, ef þið hættið ekki þessum hama- gangi.“ í sama bili var hann horfinn, en börnin þutu lafhrædd til bæjar og léku sér ekki oftar þarna. Var börnum eftir það bannað að láta illa í nánd við Sebbasteina. Eftir miðja 19. öld bjuggu í suðurbænum á Hrútafelli Högni Árnason og kona hans Oddný Sveinsdóttir. Á sumardegi bar svo til á Hrútafelli, að allt heimafólk fór til kirkju nema Oddný. Hún tók fyrir að baka flatkökur, þegar kyrrð var komin í bænum. Bak við eldhúsið lá þjóðbraut um djúpar traðir, allt að Sebbasteinum. Ómur af söng margra manna barst inn í eldhús til Oddnýjar. Hún gekk þá út og litaðist um. Vestan traðir sá hún koma fylk- ingu gangandi fólks. Upp úr henni miðri gnæfði svört líkkista, sem reidd var um þverbak á hesti, eins og þá var siður. Fremst gengu svartklæddar konur og báru dökka slæðu fyrir andlitum. Goðasteinn 03
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.