Goðasteinn - 01.03.1964, Page 76

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 76
eða hann var rekinn laus, sem ég gerði stundum að gamni mínu, þá var aldrei mögulegt að koma honum þarna áfram á annan hátt en fara suður úr brautinni. Já, það mætti nefna margt, sem bendir til þess, að skepnurnar hafi sál á cinhverju stigi, en hér skal nú nema staðar. Gaman og alvara Kona leit í spegil og sagði: „Mikið er til þess að hugsa, að svona fagurt hold skuli verða að mold“. Tvær stúlkur voru að tala saman. Sagði þá önnur: „Mikið eigum við bágt að vera svona fallegar og allir karlmenn vitlausir í okkur“. VÍSA Fernslags aldaflokkurinn, ferðast seint á kvöldin: Það er ég og þjóðin þrenn, þjófar, biðlar og ríkismenn. „Vísuna lærði ég af afa mínum, Þórði Brynjólfssyni á Bakka í Landeyjum. Hún minnir á orðtak Kristínar gömlu frá Ossabæ í síðasta Goðasteini. Ekki veit ég höfund eða tilefni vísunnar“. Þórður Loftsson á Hellu. VlSA Alvaldan ég um það bið, þó otir dauðafalnum, látir ekki liggja mig lík í svarta dalnum. Vísuna gerði kirkjusmiður, sem smíðaði kirkju í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum. Sögn Ólafs Eiríkssonar kennara. 74 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.