Goðasteinn - 01.03.1964, Page 78

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 78
Fremst við Eyjafjallajökul finnast verðug goðasæti. Sunnan undir úfnum björgum Óðinn, Þór skal nema fæti. Goðin ofar grænum hlíðum gista munu nú um stundir. Myrkar stundir? Dimma daga? - Duldir verða næstu fundir. Rutt er hofið, - Æsir allir einum hópi brottu færast. Sporaþyngd og spyrna á brattann. Spurn og leit í huga nærast. Ytra horfi er unnt að breyta, inni cr kjarninn, dulinn, falinn. Runólfs trú er heið - og heiðin, henni var hann fyrrum alinn. Æsir gista að Goðasteini, góð er sýn um Runólfs byggðir. Heilladísir vernda, vaka, - víst skal launa framdar tryggðir. Byggðarheill og byggðarsómi blessar Dal og aðrar lendur, goðahylli og góðra vætta greiðir þökk á báðar hendur. Svífur yfir Eyjafjöllum unðassýn í línum tærum, bjartur jökull, torfær tindur tendrar glóð frá sögnum kærum. Hlýja berst að hjartarótum, - heitir straumar fornra laga, ferðamannsins fró á kveldi, frjóið, axið, - norræn saga. (Sbr. þjóðsögu um Runólf goða í Dal. „Goðasteinn" I. hefti 1963, bls. 70.) 76 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.