Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 80

Goðasteinn - 01.03.1964, Blaðsíða 80
og erfitt var að fóta sig á. Þarna er nú hætt að reka inn og rýja. Kindurnar voru mér kærar á þessum árum. Sama máli gegndi um hestana. Sumir þeirra voru svo vitrir og góðir, að mér fannst þeir varla standa mönnunum að baki. Kýrnar hafa aldrei átt sömu hylli að fagna hjá mér. Ég veit, hve mikils virði þær eru og er í mörg ár búin að mjólka þær - fyrir mig og þjóðfélagið - kýs ekkert frekar en þeim líði vel, en um nánara samband er varla að ræða. Víðar reikar hugurinn. Ég var við jarðarför á Breiðabólsstað í Fljótshlíð. Líkfylgdin var ekki komin, og mér varð gengið út i kirkjugarð. Ég var að virða fyrir mér fjallahringinn og Eyjafjalla- jökul. Hann var svo bjartur og hreinn þennan dag, lognið og góð- viðrið undanfarnar vikur höfðu haldið vörð um kuflinn hans og varið hann áfoki. Skammt frá mér stóð kona. Ég fór til hennar og við tókum tal saman um góða veðrið. Maður þessarar konu kom til okkar, heilsaði mér og sagði: „Alltaf man ég tvær krónur, sem þú gafst mér.“ Mér fannst, þar sem ég stóð, að ég myndi gufa upp eða verða að dufti, því flestar tölur hljóða um þúsundir og milljónir, og börn spyrja á fermingardaginn: „Hvað fékkstu margar þúsundir í fermingagjöf?“ Fyrir 30 árum voru auraráðin minni, og ég fann ekki meiri fjármuni þá til að leggja í lófa litla, munaðarlausa drengsins. Hann var nýbúinn að missa móður sína. Mér varð hugsað til mömmu minnar, sem ratað hafði í þá raun að missa föður sinn ung að árum og alltaf felldi tár, er hún minntist á munaðarlaus börn. Ég man glöggt þetta atvik og litlu gjöfina mína. Ekki vissi ég, hvað drengurinn hugsaði, hann sagði fátt, en þögnin geymir oft innstu hjartans málin. Lífið hefur breytt um svip hið ytra á fáum árum og er á mörg- um sviðum bjartara og fegurra. Fleiri tækifæri til náms og frama bjóðast nú en í æsku minni. Ég hugsa til síðustu árshátíðar Skóga- skóla. Ég gladdist þar með glöðum og fagnaði að sjá æskufólkið frjálst, fagurt og vel búið. Ég var nýbúin að horfa á skemtnti- atriðin, skoða handavinnuna og var með hugann fullan um ailt það starf, sem lægi þarna á bak við kennslu og nám. Skemmtilegt var að renna augunum um danssalinn, sjá allar stúlkurnar klædd- ar fögrum kjólum og ljósin, sem loguðu skær. Ég kann alltaf illa 78 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.