Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 83

Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 83
húsi eða að blaða í bók, sem lá þar í stofunni. Allt í einu heyrði ég sagt: „Menn geta orðið helfrosnir.“ Þessu var beint til mín í spurningu. Ég svaraði í fljótræði og kannske í gamni: „Það hef ég ekki hugmynd um, en hitt veit ég, að ljós frýs aldrei.“ Ég er búin að velta þessu fyrir mér á ýmsan hátt og er ekki nær öðru svari eftir heilt ár. Mannssál getur kalið svo illa, að hún bíði þess seint bætur. Vantar þá ekki hjálp til að taka skarið af innra ljósi? Margur maður stefnir á ljós, sér um seinan, að það er villuljós og man ekki eftir því Ijósi, sem býr í eigin barmi. Ég átti tal við ömmu mína hátt á áttræðisaldri. Hún var með hugann fullan af þakklæti og bað guð að launa Vestmannaeying- um allt, sem þeir höfðu fyrir hana gert. Hún fluttist til þeirra slitin að kröftum og átti þeim margt gott að þakka. Henni sagðist svo frá: „Ég missti manninn minn frá átta börnum. Hann fór í róður til að leita bjargar, en kom ekki til baka. Eftir það stóð ég ein með börnin mín. Ég treysti mér vel að halda áfram búskap, þá var ég svo hraust. En ég fékk það ekki, það þótti ráðleysi. Hreppsvaldið tók frá mér öll börnin, nema þessa einu dóttur, sem var yngst. Með hana átti ég að fara í vinnumennsku, og það gerði ég, um annað var ekki að ræða. Upp komust bara þrjár dætur. Þrjá drengina mína missti ég með stuttu millibili og tvær stúlkur, og einhvern veginn fannst mér hópurinn minn færast nær mér, þegar allt var dáið. Ég veit, að þetta reyndi of mikið á míg, því ég má helzt aldrei sjá af dóttur minni, þá kemur liðni tíminn yfir mig. Mamma þín var tveggja ára, þegar hún var tekin, og var bara ár, þar sem hún var sett. Föðursystir hennar tók hana þá og ól upp. Hún var ráðskona og fékk að hafa hana upp í kaupið sitt.“ Ég man, hvað ég varð smá, þegar ég horfði á vinnulúnar hend- ur ömmu minnar, þar sem þær lágu ofan á sænginni. Mamma sagði mér, að sér hefði liðið vel, eftir að hún kom til frænku sinnar, „en ég mátti vinna.“ Austur í Skógum fékk ég svar, sem mér er minnisstætt. Það sátu fyrir aftan mig tveir menn, báðir vel stæðir á okkar mæli- kvarða. Ut af atviki, sem mér datt í hug, sneri eg mér að þeim og spurði: „Getið þið sagt mér, hvenær þið hafið verið ríkastir?“ Goðasteinn 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.