Goðasteinn - 01.03.1964, Page 84

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 84
Annar svaraði tafarlaust: „Já, það var, þegar ég var fátækastur.“ Kannske eru það ekki peningar og völd, sem færa mesta hamingju í lífinu, þegar allt kemur til alls. Gaman og alvara Vísa Sighvats Magnússonar í Skálakoti um leikfang Erlends Árnasonar í Neðra-Dal, síðar á Gilsbakka í Vestmannaeyjum: Vongóður, far flóða, fer ról um hylpytti, skábyrtur skipskrubbi skýtzt um forarlón. Sögn Guðrúnar Árnadóttur. Stúlka lá á sæng. Ljósmóðirin spurði hana, þegar barnið var fætt, hvort nokkuð væri til þess að færa það í. Hún svaraði kot- roskin: „Öllu hef ég fyrir því hugsað, skotthúfan er á hillunni, og skórnir hanga á snaganum". Annað var raunar eklti fyrir hendi. 82 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.