Goðasteinn - 01.03.1964, Síða 85
Þórður Tómassorí:
Skyggnzí um bekki í byggöasafni IV
Rúmíjöl Þorsteins og Karitasar
Til skamms tíma fylgdu rúmfjalir, skornar eða óskornar, flest-
um sveitarúmum á íslandi. Gott var einnig að grípa til þeirra til
að vefja á nýþæfða voð, og ósjaldan voru þær notaðar sem spila-
borð. Stundum renndu börn sér á rúmfjölum úti á fönnum. Bera
sumar þess glögg merki. Fósturdóttir maddömu Solveigar Einars-
dóttur frá Holti undir Eyjafjöllum sagði mér, að einu sinni hefði
hún fengið þessa ádrepu, er hún kom með rúmfjöl hennar, ó-
frjálsa, utan af fönn: „Guð hjálpi þér, barn, að fara svona með
fjölina mína, alla letraða með guðsorði.“ Rúmfjalir voru hafðar
upp við þil á daginn. Rúmfjöl, sem sett var í ógáti fram við stokk
að degi, boðaði feigð þess, sem í rúminu svaf.
Til er mikið af útskornum rúmfjölum, á söfnum og hjá einstakl-
ingum, innan lands og utan, varla færri en 1000, og hefur þó fjöldi
glatazt í manna minnum. Byggðasafnið í Skógum á nokkrar út-
skornar rúmfjalir, sumar með jurtaskrauti, aðrar letraðar. Aðeins
ein þeirra er úr mahony, allar hinar úr greni eða furu. Hér verður
þeirri elztu lýst, leturfjöl frá 1777. Fékk safnið hana að gjöf 1954 frá
börnum frú Guðrúnar Þorsteinsdóttur í Drangshlíð undir Eyja-
fjöllum. Ber hún safnnúmer 643. Hún er að lengd 95,5 sm, br. 19
sm, auðsjáanlega smíðuð úr rekavið.
Framhlið fjalarinnar er þakin skurði, sem skiptist í þrjá reiti.
f miðreit er skorin sexblaðarós með djúpum skipaskurði. Hún er
rofin um miðju af breiðum hring, óskornum. Bilin milli rósablað-
anna eru alskorin, innar er önnur sexblaðarós (odda- eða tígul-
blöð), utar vafðir teinungar, hjartalaga. Mjór hringur lykur um
þennan skurð, allan. Ofan við hann annarsvegar, er skorið A,
Goðasteinn
83