Goðasteinn - 01.03.1964, Qupperneq 86
hinsvegar NNO. Neðan við hann er ártal, 17-77. Hliðarreitir eru
skornir höfðaletri, fjórar línur á hvorum. Áletrunin er á þessa leið:
elyf/siehunætiðiþin
vaktuminniesu
vaktuimier/vaka
lattumigeinsiþier
saiinnvakeþosofnn
nihlyfamen/þerstei
rneiolf sson/chare
tasionsdotter/a/f
Að venju er ekkert bil milli orða, aðeins hendinga, og upp-
hafsstafir eru engir. Hér er þá skorið hið alþekkta vers sr. Hall-
gríms Péturssonar: „Vaktu minn Jesú, vaktu í mér,“ o.s.frv., við
enda þess Amen og loks nöfn eigenda: Þorsteinn Eyjólfsson,
Charetas Jónsdóttir. Ferill fjalarinnar er auðrakinn. Þorsteinn Eyj-
ólísson í Vatnsskarðshólum í Mýrdal, (f. 1746, d. 9. 7. 1834), kvænt-
ist Karítas Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað, Vigfússonar.
Stjúpfaðir hennar, sr. Jón Steingrímsson, segir um þá giftingu í
ævisögu sinni: „Karítas lét fállerast og hlaut því að giftast manni
þeim, er hún nú á, er heitir Þorsteinn Eyjólfsson, af góðu bónda-
slekti kominn, hann sjálfur góður smiður, verkmaður og prýðis-
maður í allri framgengni." Vart fer milli mála, að Þorsteinn hefur
sjálfur skorið rúmfjöl þeirra hjóna, ættarsögn eignar honum á-
kveðinn útskorinn hlut, snældusnúð, sem barst frá Eystri-Sólheim-
um í Mýrdal að Stóra-Ármóti í Flóa. Skurður á honum er ná-
skyldur skurði á miðreit rúmfjalarinnar, að verulegu leyti hinn
sami. Neðan á snúðinn er letrað: Þ E S A = Þorsteinn Eyjólfs-
son á. Engin ástæða er til að efa það, að þessi gripur sé verk
Þorsteins, og gerð skurðar bendir til þess, að sami maður hafi
skorið á rúmfjölina. í orðum sr. Jóns Steingrímssonar er einnig
nokkur bending.
Þorsteinn og Karítas áttu 15 börn. Er af þeim kominn mikill
ættbálkur. Einn sona þeirra var Þorsteinn á Eystri-Sólheimum,
faðir Jóns s. st., föður Þorsteins. í Drangshlíð, föður Guðrúnar,
og cr þá komið að síðustu eigendum fjalarinnar góðu.
Rúmfjalir eru dýrmætur hluti af arfi þjóðarinnar. Ég vil ljúka
þessum þætti um fjöl Þorsteins og Karítasar með kvöldversi Ein-
ars Sigurðssonar á Bryggjum í Landeyjum frá 1864. Það ér skorið
84
Goðasteinn