Goðasteinn - 01.03.1964, Page 90

Goðasteinn - 01.03.1964, Page 90
ar Jóns bónda Kristinssonar í Lambey í Fljótshlíð hafa tryggt tímaritinu listræna og smekklega forsíðu.“ Þórir E. Gunnarsson fulltrúi hjá Samvinnutryggingum í Reykja- vík skrifar: „Mér líkar ritið mætavel. Efnisval þess er ágæt blanda af skemmtilegu og fróðlegu efni og frágangur að öllu leyti til fyrirmyndar. Þó verður gildi ritsins, er fram líða stundir, efalaust mest fólgið í því, hve margt er þar varðveitt af fróðleik og frá- sögnum frá eldri tíð, sem ella hefðu glatazt. Ég mun með góðri samvizku hefja áróður fyrir útbreiðslu Goðasteins meðal kunn- ingja minna.“ Trausti Eyjólfsson bóndi í Volaseli, Lóni, A.-Skaft., skrifar: ,,Ég þakka Goðastein og óska honum langlífis." Gísli Bjarnason tryggingaumboðsmaður á Selfossi skrifar: „Ég er ánægður með Goðastein.“ Dr. pbil. Guðni Jónsson, Rvík, skrifar: „Ég er hrifinn af fram- taki ykkar og áhuga og lízt mætavel á ritið. Margir aðrir hafa farið vinsamlegum orðum um tímaritið Goða- stein í bréfum til okkar og enn fleiri getið hans að góðu í sam- tölurn. Kunnum við þakkir fyrir, en þessar fáu tilvitnanir látum við nægja að sinni. Otg. Leiðréllingar Tvær villur í síðasta hefti Goðasteins skulu leiðréttar hér: Guðrún í Króktúni á Landi, sem sagt er frá á bls. 48, var Sæ- mundsdóttir frá Lækjarbotnum, Guðbrandssonar. Þessi Guðrún var konan, sem fór til Veiðivatna, þegar slysið varð á Skálavatni 1884, þá ekkja eftir fyrri mann sinn, Þórð Guðlaugsson frá Hellum. I greininni Skilnaðarkveðja í Skálholti á bls. 84 er rangletrað föðurnafn sr. Guðmundar Óla Ólafssonar á Torfastöðum. 88 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.