Goðasteinn - 01.09.1969, Page 19

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 19
fullt eins oft að mæta á reiðgötum inn frá bænum; þar var hvömmótt og giljótt og illt að varast. En þar kvað hún vera við engu hætt, Þorgeirsboli veldi sér aðrar leiðir en fram hjá Nykur- skál, - „eða skyldi ekki doðna nasastrokan úr honum, ef hann heyrir nykurinn frýsa?“ Undir hádegi þennan dag, sem nýbæran sýndist banvæn, kom maður af hálsinum ofan Sneiðing í átt frá Brúafossum og var of . snemmt að vænta þar föður míns, sem farið hafði um morgun- inn að sækja doðasprautu. Guðríður sagði, að hver scm þetta væri og hvernig sem kirkjubækur feðruðu, hlyti þessi gestur að eiga ætt til þess, að ,,kálfandskotinn“ fylgdi honum. Kunni hún daginn eftir nóg í ættum til að sanna okkur, að spá hefði staðizt. Nú bar gestinn í hlað og var vinsæll bóndi og aufúsugestur, og vel tók Guðríður honum. Það var Benedikt Baldvinsson í Garði og leit þegar á kúna og kvað hana mundu hjarna við eftir doða- sprautublástur, og rættist það. Guðríður bjóst við, að fremur reyndust það áhrínsorð frá honurn en nokkrum manni ótengdum Þorgeirsbola og þakkaði honum batann bæði þá og síðar. Björn Sigfússon skráði 1961. Úr safni dr. Sigurðar Nordals. Goðasteinn 17

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.