Goðasteinn - 01.09.1969, Page 62

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 62
þckktu ekki, og fóru að tyggja hana. Þeir spýttu út úr sér vökv- anum, sem kom í munninn, nema Jónas. Hann veiktist svo af honum, að hann dó. Förin til nýja heimsins varð honum því eng- in heillaför. Daníel Um og eftir miðja 19. öld bjuggu á Kotunum þessir búendur: Daníel Guðnason frá Arnarhóli á austurjörðinni, Arnoddur Magn- ússon á vesturpartinum og Snorri Grímsson í Skipagerði, í Mið- koti maður Þorkell að nafni, en hans verður hér að engu getið, nema því, að hann tyrfði baðstofuna á hverju ári með nýju torfi, svo hún lak aldrei hvurju scm rigndi. Daníel byrjaði búskap á Snotru í Austur-Landeyjum og for- mennsku á áraskipum ungur að aldri. Ég sé það í öðru hefti Skruddu Ragnars Ásgeirssonar, að árið 1833 er Daníel talinn til heimilis á Snotru og formaður þá í Vestmannaeyjum og talinn með aflasælli formönnum af landskipum til að gera, og um hann var þessi vísa gerð, sem mér skilst að eigi að vera formannsvísa: Daníel þrengir örbyrgð engi, afladrengur hafs um ból, er hjá mengi í góðu gengi, Guðna’ afsprengi’á Arnarhól. Daníel var um það bil meðalmaður á hæð en liðlega vaxinn, skjótráður og afburða snarmenni, einnig handtakagóður og fyrir- skipanir allar ákveðnar og vel viðeigandi í hvert skipti. En orð fór af því, hversu hann var harðlyndur við menn sína. Svo vildi til, einu sinni í lcndingu við sandinn, að kollubandsmaðurinn datt í flæðarmálinu og dróst út fyrir skipið, en fyrr en nokkurn varði, var Daníel kominn upp í sandinn. Þar tók hann kollubandið, dró manninn að sér, því hann hafði ekki misst af bandinu, en þegar maðurinn hafði komið fyrir sig fótunum, sló Daníel hann utan- 60 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.