Goðasteinn - 01.09.1969, Page 32

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 32
En veikleikamerki þjóðveldisskipulagsins komu snemma í ljós. Þegar valdið í landinu fór að dragast saman og einstakar ættir tóku að ráða yfir sífellt stærri heildum, hófust innbyrðis átök og ófriður. Það stefndi á Sturlungaöld augljóslega að sameiningu þjóðarinnar í raunverulega ríkisheild með framkvæmdavaldi. En áður cn svo mætti verða, höfðu valdastreitumenn kirkju og höfð- ingjaætta sundrað og eyðilagt samfélagið um of. Slysið var því óumflýjanlegt og þjóðveldið á Islandi, þetta stórmerka og menn- ingarvekjandi lýðræðissamfélag, leið undir lok. Erlendur konungur varð þar með æðsti herra þjóðarinnar, en engu að síður héldum við áfram að vera sérstök þjóð. Við urðum ekki norskir með Gamla sáttmála og ekki danskir með Kalmarsamningnum. Þrátt fyrir erlenda yfirstjórn, breyttist þjóðlegt viðhorf okkar lítið, og bilið milli Islendinga og frændþjóðanna í austri breikkaði jafn- vel fremur en hitt, þar sem tungumál þar breyttust verulega, meðan íslenzkan hélt veili- nokkurn veginn óbrengluð. Þjóðleg vitund virðist ekki hafa dofnað og alltaf öðru hverju komu fram augljós merki þess, að Islendingar litu á sig sem sérstakt og sjálf- stætt mannfélag, þótt öðrurn væru háðir. Með siðaskiptunum tók konungsvaldið að sækja á. Flestir Is- lendingar voru mótfallnir Lúterskunni og Norðlendingar gerðu uppreisn gegn henni og valdboði konungs. En armur konungs var sterkur og náði langt. Jón Arason átti líka marga óvildarmenn innan lands. Uppreisn hans var því um síðir brotin á bak aftur og hann tekinn af lífi ásamt sonum sínum. Má það næsta furðu- legt heita, að Islendingar skyldu einir allra Norðurlandaþjóða leggja til píslarvott katólsku kirkjunnar úr hópi biskupa á þess- um byltingartíma. Nýjum sið var þröngvað upp á okkur með vopnum og valdboði líkt og í Noregi og víðar. Norðmenn týndu að mestu tungu sinni í umróti siðaskiptanna, því að guðsorð var þar boðað á dönsku. Að íslendingar varðveittu tungu sína, ciga þeir að þakka Guðbrandi Þorlákssyni Hólabiskupi, sem þýddi og prentaði Biblíuna og annað guðsorð handa kirkjunnar þjónum þegar á 16. öld. Hér var því aldrei messað á dönsku. Kverkatak konungsvaldsins frá siðaskiptunum hélt áfram með vaxandi þunga. Þjóðin var afvopnuð til að koma í veg fyrir upp- 30 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.