Goðasteinn - 01.09.1969, Page 68

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 68
Arnoddi: „Það var bágt fyrir manninn að verða fyrir þessu, því það má búast við, að hann verði að liggja átta ár*) í rúminu, eins og ég, þegar ég meiddist, en það batnaði fljótt.“ Það var árið 1891 eða ári síðar, sem ég sá fyrst Arnodd. Þá var hann til heimilis í austurbænum á Arnarhóli hjá Guðmundi Guðnasyni. Þá var hann með tvær hækjur, sem tóku honum upp undir holhönd. Á þeim vingsaðist hann áfram og gekk furðu vel. Á Arnarhóli var hann til 1895, að Guðmundur flutti að Gerðum. Fór Arnoddur þá í vesturbæinn, til Einars Þorsteinssonar og konu hans, Salvarar Snorradóttur, og var þar, þangað til Einar hætti að búa. Áttu þeir vel saman, Arnoddur og Einar, því Einar var líka lesinn og minnugur, þenkti mikið um trúmál og las vel Bibl- íuna. Þessa vísu gerði Nathanael á Búðarhóli um Einar, og er hún rétt lýsing á honum: Skemmtinn, glaður, gáfaður, garpsinnaður, minnugur, Einar það er Þorsteinsbur, þykir snar og fjörugur. Þá var prestur í Landeyjum séra Halldór Þorsteinsson á Berg- þórshvoli. Hann kom aldrei að Arnarhóli, nema þegar hann var að húsvitja. Þá voru þeir Einar og Arnoddur búnir að tala um það sín á milli, hvaða spurningar þeir ættu að leggja fyrir hann. Arnoddur varð jafnan fyrir því að opna Biblíuna og segja: „Hvernig leggið þér út þetta vers, séra Halldór?" Þá sagði prestur: „Hvernig leggið þér það út, Arnoddur minn?“ Þá fór Arnoddur að gefa sína útleggingu á því, og prestur svaraði: „Það er víst alveg rétt hjá yður,“ og varð svo ckki meira úr umtali. Einhvern tíma, þegar séra Halldór var að húsvitja á Kotunum, byrjaði hann í Skipagerði og hélt svo sem leið lá austur um bæina og kom að Miðkoti og bað ísak bónda þar að ganga mcð sér að Arnarhóli og hlusta á spurningarnar, sem hann átti von á hjá þeim körlunum. Þegar þeir komu að Arnarhóli, gekk prestur *) Sennilega mismæli fyrir 8 mánuði. 66 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.