Goðasteinn - 01.09.1969, Page 45

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 45
auðkennt þctta hcimili. Móðir húsbóndans, Sigríður Guðnadóttir frá Forsæti í Landeyjum, var þá enn á lífi, háöldruð (fædd 1869). Sat hún löngum í djúpum stól í eldhúsinu. Sigríður var greind kona og einkar fróð um margt frá gömlum tíma. Ræddum við oft saman, einkum ættfræði. Á meðan ég drakk kaffið og ræddi við hcimilisfólkið, léku skólabörnin sér úti. Ég þurfti ckki að hafa áhyggjur af þcim. Það var eins og þau gætu stjórnað sér sjálf. Ekki má þó skilja orð mín svo, að ég væri aldrci með börnunum úti í frímínútum. Var ég oft mcð þeim, einkum í knatt- spyrnunni, og þá helzt í marki. Slíkra stunda er gott að minnast. Talsvert gerði ég að því að koma á heimili undir Austur- fjöllum, meðan ég dvaldi þar. Urðu víst fá útundan, og þá helzt heimili hvaðan cngin börn voru í skóla. Notaði ég helgarnar til þessara ferða og farkosturinn reiðhjólið. Tók fyrir cinn-tvo bæi í hverri ferð. Sums staðar kom ég oítar en einu sinni og oftar en tvisvar. Var mér hvarvetna vel tekið. Náttúrlega veit ég ckki fyrir víst, hvernig þessar heimsóknir voru séðar af fólkinu, því cnginn rannsakar hjörtun cg nýrun ncma cinn. En þær voru að- cins gcrðar í góðum tilgangi frá minni hálfu. Og það cr árciðan- lega nauðsynlegt, að kennarar reyni að kynnast heimilum þeirra barna, sem þeim cr trúað til að fræða. Skal það ekki rætt frekar. Þannig leið tíminn fram til vorsins, sem raunar var komið þegar í marz. Þá fannst mér vorlegt að h'ta austur til Mýrdals með fjallið Pétursey bcint framundan. Prófin hófust föstudag- inn 7. maí hjá eldri deild í lesgreinum. Séra Sigurður Einarsson í Holti var prófdómari. Unnum við úr helmingi úrlausna á skóla- staðnum, en afganginn tók prestur heim mcð sér og vann þar úr honum. Kenndi cg nú áfram til 20. maí, aðallega landsprófsgrein- ar, cn prófað var þá í þeim, svo og í lesgreinum hjá yngri deild, 21.-22. maí. Var nú prestsfrúin í Holti, Hanna Karlsdóttir, próf- dómari. Unnum við úr prófunum samciginlega, og var samvinna okkar góð - sem og manns hennar. Eftir úrvinnslu prófa cg fleira sem fylgir venjulega, tók ég fyrir að flokka bækur skólans og skrá þær og skrifa niður pöntun fyrir næsta ár. Ég vildi ganga frá öllu þannig, að væntanlegur eftirmaður þyrfti ekki að byrja á því að taka til eftir mig. Nóg var víst hægt að finna að starfi GocUiste'um 43

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.