Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 33

Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 33
reisnir. Komið var á danskri einokunarverzlun, sem mergsaug ís- lenzkan efnahag svo, að flestir urðu jafningjar í fátækt og lítið mátti út af bera um árferði, svo að ekki hlytist af mannfellir. Völd danskra embættismanna jukust sífellt, komið var á einveldi konungs og beitt hinni mestu hörku í landstjórn, löggjöf og réttar- fari. Öll þessi meðferð dró að vonum mátt úr þjóðinni og má segja, að um skeið horfði til landauðnar. I lok þessa ömurlega tímabils var svo klykkt út með því að leggja niður allar fornar þjóðlegar stofnanir í landinu eins og Alþingi og biskupsstóla og skóla í Skálholti og á Hólum. Allt þetta þoldi þjóðin, án þess að glata vitundinni um að hún væri til sem sérstök heild, fólk með eigin tungu, menningu og siðum. Þessi þjóð eignaðist spámenn, þegar mest á reið. Hún átti Jón Arason, sem lét líf sitt fyrir frelsi og trú. Hún eignaðist líka Skúla Magnússon, er sýndi fram. á það með orði og athöfn, að hér mætti efla verklegar framfarir til lands og sjávar. Eggert Ólafsson lyfti á sama tíma kyndli þjóðlegrar menningar og sjálf- stæðrar vitundar. Margir fylgdu fast eftir brautryðjendunum, og tími þjóðlegrar vakningar og sjálfstæðisbaráttu rann upp sem fagur morgunn eftir langa nótt. Baldvin Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson sóttu fram og mörkuðu skíra stefnu. Brátt stækkaði sú sveit, er þeim fylgdi, og að síðustu var það þjóðin öll. Alþingi var endurreist, landið fékk stjórnarskrá, komið var á heimastjórn, stofnað sjálfstætt og fullvalda ríki, lýðvcldi cndur- reist á Þingvöllum við Öxará. Á sama tíma var og stofnað til margþætts atvinnulífs til lands og sjávar, byggðar upp flestar stofnanir sjálfstæðrar þjóðar, komið á fjölþættu fræðslukerfi og öðrum mcnningar- og fjölmiðlunarækjum, öll hús og mannvirki í landinu byggð frá grunni, vatnsföll voru brúuð, lagðir vegir, reist orkuver, komið á nútíma samgöngutækni á láði, legi og í lofti, skipulagt tryggingakerfi og hugsað fyrir þörfum sjúkra óg margt, margt fleira. Þessi bjóð hefur svo sannarlega unnið stórvirki á skömmum tíma. Hún hefur líka í meginatriðum verið samstæð og vel vit- andi um hlutverk sitt við að byggja hér upp gróandi þjóðlíf í Goðasteinn 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.