Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 70

Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 70
Páll Sjötta barn Atnodds var piltur, sem hét Páll. Hann var fatlaður; var með kreppta fingur hægri handar inn í lófann og styttri hægri fót og gekk aðcins á táberginu. Hann skrifaði með vinstri hendí alveg sæmilega skrift. Hann las prýðilega húslestur og ævinlega látinn gera það, þar sem hann dvaldi í þann og þann svipinn. Hann var laginn að kenna börnum lestur. Hann hafði það lag á, þegar þau voru búin að læra að þekkja stafina, að fara í stafa- gátur við þau, nefndi þrjá eða fjóra stafi og lét þau svo kveða að þeim. Þetta þótti krökkunum gaman að reyna sig við. Einnig hljóp hann út um tún með þeim, þó haltur væri. Allt var það til að gera hann vinsælan hjá krökkunum. Lengst af var hann á hreppsframfæri og var oft í Hcmlu eftir fermingaraldur. Má vera, að hann hafi kennt börnunum þar að lesa. Um margra ára skeið var hann látinn fara bæ frá bæ til þess að eta út útsvar þess bónda, sem hann dvaldist hjá. Þar kom á hreppskilaþingi, að mönnum kom saman um að bezt væri að láta Pál vera í ársdvöl á sama stað, og þar með var ákveðinn staðurinn fyrir hann. En þegar Páll frétti það, hvarf hann úr sveitinni, og enginn vissi, hvert hann fór og þótti tíðindum sæta, því þetta hafði hann aldrei gert fyrr, varla komið út fyrir sveitar- mörkin. En tilcfnið var, að hann vildi alls ekki fara á þennan ákveðna stað. Það segir ekki neitt af ferðum hans, fyrr en hann kom til Rcykjavíkur. Þar hitti hann Andrés Andrésson klæðskera frá Hemlu, sem gaf honum nýjan alklæðnað, og þar með var Páll orðinn fínn maður og vildi ferðast lengra og komst alla leið til Grindavíkur. Þar dvaldist hann um hríð hjá hjónunum Árna Jónssyni, ættuðum frá Álfhólum (en var heima í sveit sinni kall- aður Gerða-Árni), og konu hans, Hallberu Pálsdóttur frá Eystra- Fíflholti. Hún var uppalin í Gerðum, mesta myndarkona. Árni var mjög lengi formaður með vertíðarskip og vorbáta fyrir Einar Jónsson í Garðhúsum. drjúgur aflamaður, og aldrei varð neitt óhapp hjá honum, hvorki á rúmsjó eða í lendingu. Einhverju sinni, þegar Árni var að lenda í vondum sjó og Einar var í landi og horfði á, sagði hann: „Mikið ljómandi ætlar hann Árni minn 68 Godasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.