Goðasteinn - 01.09.1969, Page 26

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 26
ég þá fljótur að losa mig við föturnar og stökkva út. Skildi svo með okkur í það skiptið. Þegar ég fór frá Höfn í janúar í þessa vist, kynntist ég dönskum kaupfélagsstjóra, Jens Lund að nafni. Sýndi hann mér þá vinsemd að útvega mér vinnu á góðum stað frá i. maí til i. nóv. 1917. Var þetta á stórum herragarði, Gunncr- slevholm, um 5 km frá Næstved. Þar dvaldist ég sem landbúnaðar- nemi um sumarið og haustið. Vorum við átta nemar, jafnmargir vinnumenn cg svo átján húsmenn á þessu stóra búi. Þarna var mikili stéttamunur og fólki raðað í virðingarstiga eftir þeim störfum, sem það hafði með höndum. Á búinu voru um 250 kýr og jafnmargt af öðrum nautpeningi. Uppskera korns var 7-8 þúsund tunnur, aðallega vetrarhveiti, bygg og hafrar. Rúgur var ckki ræktaður, því að leirjörðin, sem þarna var, hentaði ekki fyrir hann. Sandjörð cins og víða á Jótlandi er aftur á móti talin bezta rúgjörðin. Allt korn var slegið með vélum, er slógu og bundu kornstangir í bindi, cr svo voru þurrkuð úti í kornröðum. Síðar var þcim ckið heim og kornið þreskt í stórri sjálfhreinsandi þreskivél, cr knúin var með gufuorku. Öll uppskeruvinna og jarðvinnsla var unnin með hcstum, og vorum við nemarnir látnir vinna sem mest með þeim. Lærði maður því vel að umgangast hesta og bcita þeim til allrar vinnu á ökrunum. Eigandi þessa búgarðs var af Neergaardsætt og talinn stór- auðugur, cnda barst hann mikið á. Bjó í stórri höll og hafði marga þjóna. Bústjórn önnuðust þrír ráðsmenn, er höfðu á hendi verkstjórn og bókhald á herragarðinum. Skiptu þeir nokkuð með sér verkum eftir búgreinum. Allir voru þeir strangir við okkur ncmendurna og voru skammaryrði tíð, ef citthvað bar út af. En samt fannst mér ég hafa að ýmsu leyti gott af veru minni þarna. Kynntist ég þar öllum venjulegum störfum við akuryrkju eins og hún var bezt rekin í Danmörku á þcssum tíma. 1 kringum herragarðinn var kragi af húsmannsbýlum. Við hvert hús var lítill garður með trjám og matjurtum, en annað land til ræktunar höfðu hinir 18 húsmenn ckki. Húsnæði höfðu þcir frítt, en Iifðu að öðru leyti af vinnu á stórbúinu fyrir lágu kaupi, þrem til fjórum krónum á dag. 24 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.