Goðasteinn - 01.09.1969, Side 71

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 71
að stýra vel í vörina.“ En þá, allt í einu, horfði miður en skyldi. Þá sagði Einar: „Mikil satans, árar, andskotans stjórn er þetta.“ En allt fór vel fyrir það. Svona gat verið stutt á milli aðdáunar og ávítunar. Fleira fólk hitti Páll í Grindavík, sem hann vissi deili á, þar á meðal tvö systkin úr Landeyjunum, Eirík og Sigríði frá Gríms- stöðum. Enn fremur hefur Páll getað fundið þar eitthvað af börnum Gunnhildar Pálsdóttur frá Fíflholti. Hún hafði búið þar í Víkinni og drukknað í vatnsbólinu, sem var gjá þar í túninu og reyndist 60 faðma djúp, þegar farið var að slæða líkið upp. Páll kom heim um haustið og hafði framazt mikið og vissi með sjálfum sér, að „verður sá, sem víða fer, vísari en sá, sem heima er.“ Þessum ferðahætti hélt hann áfram um nokkur ár, og ég vissi ekki til að hann væri settur niður eftir það. Páll var sílesandi, las ósköpin öll af sálmum og hugvekjum, einn- ig Biblíuna. Njólu Björns Gunnlaugssonar kunni hann rnikið til. Vel var hann heima í Lækningabók Jónassens og kunni vel til fyrstu hjálpar, ef slys bar að höndum. Fingrarím Jóns Árnasonar biskups kunni hann og ýmsan annan fróðleik Það kom sér einu sinni vel fyrir Pál, að hann kunni „hjálp í viðlögum“. Hann var einn á ferðalagi og þurfti að fara yfir Fiská, bergvatnsá fyrir ofan Árgilsstaði í Hvolhreppi, sem rennur í Eystri-Rangá. í henni er allhár foss. Nú vildi svo til fyrir Páli, að hann dettur í ánni, sem þá var nokkuð vatnsmikil. Hugsaði hann ekki urn að krafla sig upp úr hcnni cn greip með höndunum undir hnakkann á sér. Hafði hann lcsið það ráð til hjálpar, ef rncnn dyttu í vatn eða sjó, og áttu þá að fljóta cins og trédrumbar. Þetta lukkaðist Páli vel. Hann flaut með straumnum, þangað til hann strandaði á steini, sem stóð upp úr vatninu. Þá reis Páll á fætur, cn það mátti ekki seinna vera, því þá var hann kominn þvínær á fossbrúnina. Þessu sagði hann sjálfur frá. Páll hafði sérstaklega gott minni. Hann mundi fæðingar- og dánarár manna, scm voru fyrir löngu dánir og hafði við ekkert annað að styðjast en minnið, því ekkert skrifaði hann af því tagi. Ég enda svo að segja frá Páli Arnoddssyni, sem var sannheiðar- legur maður til orða og verka. Goðasteinn 69

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.