Goðasteinn - 01.09.1969, Page 22

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 22
við bæði hest og vagn. Tveir brúsar af tuttugu og tveim fóru sinn veg í ána, cn fundust síðar niður á Móeiðarhvolseyrum. I þetta skipti var beljandi rok og rigning og mikið vatn í Þverá, svo að nálgaðist sund á hestunum. Eftir þessa ferð var ég að- gætnari og flutti Landeyjarjómann á báti, þegar eigi var örugg- lega fært með vagn yfir á vaðinu. Rjóminn, um fjörutíu brúsar, var fluttur í rjómaskála við Minna-Hof á Rangárvöllum og unnið þar úr honum smjör til útflutnings og ostar úr áfunum. Þessi starfi féll mér ckki vel vegna þess, hve erfitt var að fást við vatnsföllin, cinkum Þverá. Fram að jólum var ég svo við venjuleg haustverk, en var síð- an ráðinn í vertíðarvinnu í Vestmannaeyjum frá nýári til n. maí hjá Gunnari Ólafssyni og Co. Var ég þar aðallega við beitningar- störf fram að lokum 1914. Um vorið 1914 var brúin á Eystri-Rangá byggð. Vann ég þar að brúarsmíði á vegum húsbónda nn'ns allt vorið og fram að slætti. Eitt atvik frá vinnu minni við brúna er mér minnisstætt. Ég var að bera planka á móti manni á brúarbitum þeim, sem lagðir höfðu verið milli stöpla. Missir þá sá, sem bar á móti mér, sinn enda plankans, en við það missti ég jafnvægi og steyptist með plankanum niður í fljótið. Ég hafði sem krakki lært að synda, og varð það mér nú til bjargar. Hélt ég mér á floti niður á vað, cn þangað var ég sóttur á báti, sem hafður var við ána, mcðan á brúarsmíðinni stóð. Vorið 1914 var mjög kalt og sauðfé illa undir vorharðindi búið vegna slæmra heyja frá árinu áður. Urðu því víða mikil vanhöld og eftirminnileg mörgum. En þótt vorið væri slæmt, varð sumarið miklu bctra til heyskapar en fyrra ár og nýttust hey yfirleitt vel. Gerðist ekkert sögulegt hjá mér þetta surnar. Um haustið var ég fastráðinn til vertíðarvinnu í Vestmannaeyjum, en þó ekki í sama stað og árið áður. Húsbóndi minn þessa vertíð var Antoníus Bald- vinsson, er hafði hlut í mótorbát. Varð ég sem fyrr að vera við beitningu. Leið mér öllu betur þarna en á Tanganum á vegum Gunnars. Þarna var ég á heimili, sem var að vísu fátækt, en þar var þó gott að vera. Fiskur var talsverður þessa vertíð og hcld ég, að húsbóndi minn hafi ekki skaðazt á vinnu minni, en kaupið 20 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.