Goðasteinn - 01.09.1969, Page 10

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 10
Pétur Sigurbjörnsson, Höfn, Hornafirbi: Hverfihvalur Sögu þá, sem hér fer á eftir, sagði mér kona laust fyrir 1930. Hún var þá orðin öldruð og búin að vera blind um mörg ár, en kunni frá ýmsu að segja. Hún mun bafa andazt fyrir rúmum tuttugu árum. Eitt sinn, er Páll bóndi minn gekk á rekafjöru, sem hann gerði oft, fann hann rekið kjötstykki, sem hann hugði vera af hval. Tók hann af þessu cins mikið og hann treysti sér til að bera heim á bakinu. Þegar heim kom og ég fór að skoða kjötið, leizt mér strax illa á það og grunaði, að það væri af eitruðum hval. Samt setti ég pott á hlóðir í eldhúsinu og lét í hann dálítinn bita af kjötinu. Móðir mín hafði kennt mér aðferð, sem ætíð skyldi við- hafa, er eitthvað það væri soðið, sem maður vissi ekki, hvað væri, og hugsaði ég mér, að nú skyldi ég nota hana. Þegar svo var orðið heitt í pottinum, að nærri var komið suðu, tók ég af honum hlemminn, gerði krossmark undir hann, lét síðan yfir pottinn á ný og gekk út að svo búnu og beið þar á mcðan suðan var að koma upp. Þcgar ég taldi, að suðan væri vel komin upp, fór ég inn í eldhúsið aftur og skoðaði í pottinn. Það var þá eins og mig hafði grunað; ekkert var eftir í honum annað en soðið og mikil og Ijót froða, sem flaut ofan á því. Þrcif ég nú pottinn hið fljótasta af hlóðunum, til þess að bera hann út og hella þessum óþverra niður. Hjá mér var þá unglingsstelpa, sem bæði var fröm og forvitin. 8 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.