Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 27

Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 27
Dýrtíð var mikil vegna stríðsins og ströng skömmtun á korn- mat og fleski. Af þessu leiddi, að matur var í knappasta lagi og hálfgerður sultur, þcgar mikið var unnið, því að þá þurfti meiri mat. Úr þessu raknaði, þegar epli og perur fóru að þroskast seinni hluta júlímánaðar. Var það í rauninni talið sjálfsagt að ná sér í epli, þegar þau urðu æt, og vitanlcga var þeim stolið í trjágarði búsins. 1 orði kvcðnu var þetta þó bannað, en sulturinn knúði flesta til að verða sér úti um björgina. Til málamynda var þó tekið hart á eplaþjófnaði, en mér fannst að andinn í strákunum væri þannig, að þetta gerði ekkert til, því að af nógu væri að taka. Á búinu var fjórtán hektara trjágarður og þar voru þús- undir cpla- og perutrjáa auk annarra ávaxta. Minnist ég þess, að um haustið í október, þegar uppskeruhátíðin var haldin, var öllum hcimilt að fara um trjágarðinn. Mátti þar þá sjá miklar skemmdir, því að í kringum flest ávaxtatrén voru hrúgur af grotnuðum eplum og perum. Eftir uppskeruhátíðina síðast í október, kvaddi ég Gunnar- slevholm og fór á Tunc búnaðarskólann á Sjálandi. Þar voru haldin 6 og 9 mánaða námskeið, cg valdi ég það síðarnefnda. Ég hafði þá verið eitt ár við verklegt búnaðarnám í Danmörku og vildi því gjarna afla mér bóklegrar fræðslu á þessu sviði. Hinn i. nóvember byrjaði ég í skólanum. Fjárhagur minn var þá svo góð- ur, að ég gat auðveldlega staðið undir kostnaði við þetta níu mánaða nám. Dvölin á Tune varð mér til mikilla nota. Þar kynntist ég betur landbúnaði Dana, en ég hafði áður átt kost á, meðan aðeins var um tiltölulega einföld verkleg störf að ræða. Þarna voru ágætir kennarar og vel að sér í þeim greinum, sem þeir kenndu. Skóla- stjóri var N. Bredker, nýtekinn við embætti. Einnig var þar fyrr- verandi skólastjóri, Brink Larsen að nafni. Kenndi hann einkum búfjárræktargreinar og þá mest um dönsku kúakynin. Bredker kenndi fóðurfræði, eftirlitsstörf með nautgriparækt, fitumælingar og skýrsluhald. Otto Christensen, gamall kennari, fræddi okkur um búnaðarsögu og um nytjajurtir Danmerkur, einnig eðlisfræði. Aagaard kenndi efnafræði og Hegsbro Holm jarðvegsfræði, á- burðarfræði, skipulag jarðræktar og um sáðskipti. Allt var þetta Goðnsteinn 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.