Goðasteinn - 01.09.1969, Page 25

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 25
var mikið unnið við þreskingu fræs og korns, einnig að búa rófur undir vetrargeymslu og síðast en ekki sízt varð að flytja fastan og fljótandi áburð út á akra. Kúaþvag var mikið notað á fræ- akra og talið sérstaklega hentugt við ræktun fræs af rýgresi og axhnoðapunti. Á þessu búi voru 12 Pólverjar, og voru þeir ekki látnir vinna með dönsku fólki. Voru þeir hafðir sér og lutu annarri verkstjórn. Virðing Dana fyrir Pólverjum var lítil og fremur litið niður á þá. Þarna var stéttaskipting mikil og var það allt annað en heima á Fróni. Ábúandi (forpagter) jarðarinnar var Selkan Hansen, dugnaðarmaður og formaður í stjórn „Danske Landboforenings Fröforsyning“ í Hróarskeldu. Ekki urðu kynni mín af þeim manni mikil, því að litið var niður á landbúnaðarlærlinga og urðu þeir að halda sig fjarri þeim, sem ofar stóðu í mannfélagsstiganum. Ekki varð dvöl mín löng á þcssum stað því að vegna missættis við yfirmann (forvalter) minn, var mér sagt upp fyrirvaralaust um miðjan janúar. Þarna var vinnuharka og Jangur vinnutími, 11 stundir á dag, ágætis fæði, en kaupið aðeins kr. 50 á mánuði. Nú var ekki um annað að ræða en að leita annað eftir atvinnu. Fór ég til Kaupmannahafnar og ieitaði til ráðningarskrifstofu, og þar var mér útveguð vinna til 1. maí um vorið og skyldi kaupið vera kr. 50,00 á mánuði. Um vinnutíma var ekki rætt og fór svo að hann reyndist oft lengri en á fyrri staðnum. Þetta var bónda- býli, Maglcbjergaard að nafni, rétt við Næstvcd á Suður-Sjálandi. Þarna var erfið vist. Viðurværi var að vísu gott, en bústaður vinnumanna var í útihúsi yfir hænsnastíum búsins, óupphitað her- bergi. Bóndinn þarna var kvæntur ekkju, sem átti tvær laglegar dæt- ur frá fyrra hjónabandi. Var frúin mjög hrædd um dæturnar fyrir okkur, en ekkert kom þó fyrir, cr gæfi tilefni til þess. Var kona þessi hið versta skass. Ekki var vatnsleiðsla í híbýlum sjálfrar fjölskyldunnar, svo að bera þurfti vatnið úr brunni í húsagarðinum. Féll vatnsburður þessi oft í minn hlut. Eitt sinn dróst það eitthvað vegna annríkis að koma með vatnið. Var þá frúin svo reið, að hún kom með glóandi járntein á móti mér og hugðist berja mig með honum. Var Goðasteinn 23

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.