Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 28

Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 28
nýtt fyrir mcr, og var scm ég væri komínn í annan heim. Þóttí mcr mikið til þeirrar þekkingar koma, sem danskur búskapur byggðist á. Sjóndeildarhringur minn víkkaði, og cg öðlaðist skiln- ing á þeim verkefnum, sem mér virtust liggja framundan. I skóla þessum voru ekki tekin próf, en engu að síður virtust nemcndur leggja sig fram um að tileinka sér námsefnið sem bezt. Flestir voru nemendur 130 í skólanum, en að sex mánuðum liðnum fækkaði mikið, þar sem færri tóku þátt í níu mánaða nám- skeiðinu, sem ég var á. Því lauk 31. júlí 1918. Ég var þá óráðinn, hvað taka skyldi fyrir. Helzt vildi ég fara á Landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn, sem var mér þó ekki kleift í svipinn sakir fjárskorts. Hugðist ég því fyrst vinna mér inn peninga og langaði einnig til að kynnast tilraunastarfsemi í verki, en af henni hafði cg fengið nokkra nasasjón í fyrirlestrum í skólanum. Bað ég því skólastjóra minn að útvega mér stað, þar sem ég gæti kynnzt jarðræktartilraunum. Gerði hann það með miklum ágætum, því að hann réð mig á tilraunastöð józku búnaðarfélag- anna í Skanderborg. Aðalráðunautur og tilraunastjóri var M. Kristensen, maður á miðjum aldri. Þess skal til gamans getið, að árið 1939 komu danskir skóla- stjórar og skólamenn í heimsókn að Sámsstöðum og var fyrrum skólastjóri minn, Bredker og kona hans með í förinni. Virtist mér hann gleðjast yfir því, að nemandi hans frá Tuneskólanum hefði það ræktunarbótastarf með höndum, sem þá var rekið. Svo minnis- góður var Bredker, að hann sagði frá því í ræðu, hversu þessi nemandi hefði stundað námið af kostgæfni og hefði það spáð góðu um framhaldið, svo sem hann taldi, að orðið hefði með stofnun og starfrækslu tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum. En þetta var aðeins innskot í frásögn mína frá þessum árum. Ég var við jarðræktartilraunir í Skanderborg til 1. nóvember, cn þá var slíkri starfsemi lokið. Þurfti ég þá að útvega mér starf yfir veturinn, því að heim til Islands ætlaði ég mér ekki að fara í bráð. Komst ég þá að því, að það vantaði mann við út- reikninga á dreifðum tilraunum. Réðst ég í það starf og vann að þessum útreikningum fram í febrúar og síðan önnur skrifstofu- störf, skýrslusöfnun og fleira. í starfi þessu gafst mér gott tæki- 26 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.