Goðasteinn - 01.09.1969, Side 28

Goðasteinn - 01.09.1969, Side 28
nýtt fyrir mcr, og var scm ég væri komínn í annan heim. Þóttí mcr mikið til þeirrar þekkingar koma, sem danskur búskapur byggðist á. Sjóndeildarhringur minn víkkaði, og cg öðlaðist skiln- ing á þeim verkefnum, sem mér virtust liggja framundan. I skóla þessum voru ekki tekin próf, en engu að síður virtust nemcndur leggja sig fram um að tileinka sér námsefnið sem bezt. Flestir voru nemendur 130 í skólanum, en að sex mánuðum liðnum fækkaði mikið, þar sem færri tóku þátt í níu mánaða nám- skeiðinu, sem ég var á. Því lauk 31. júlí 1918. Ég var þá óráðinn, hvað taka skyldi fyrir. Helzt vildi ég fara á Landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn, sem var mér þó ekki kleift í svipinn sakir fjárskorts. Hugðist ég því fyrst vinna mér inn peninga og langaði einnig til að kynnast tilraunastarfsemi í verki, en af henni hafði cg fengið nokkra nasasjón í fyrirlestrum í skólanum. Bað ég því skólastjóra minn að útvega mér stað, þar sem ég gæti kynnzt jarðræktartilraunum. Gerði hann það með miklum ágætum, því að hann réð mig á tilraunastöð józku búnaðarfélag- anna í Skanderborg. Aðalráðunautur og tilraunastjóri var M. Kristensen, maður á miðjum aldri. Þess skal til gamans getið, að árið 1939 komu danskir skóla- stjórar og skólamenn í heimsókn að Sámsstöðum og var fyrrum skólastjóri minn, Bredker og kona hans með í förinni. Virtist mér hann gleðjast yfir því, að nemandi hans frá Tuneskólanum hefði það ræktunarbótastarf með höndum, sem þá var rekið. Svo minnis- góður var Bredker, að hann sagði frá því í ræðu, hversu þessi nemandi hefði stundað námið af kostgæfni og hefði það spáð góðu um framhaldið, svo sem hann taldi, að orðið hefði með stofnun og starfrækslu tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum. En þetta var aðeins innskot í frásögn mína frá þessum árum. Ég var við jarðræktartilraunir í Skanderborg til 1. nóvember, cn þá var slíkri starfsemi lokið. Þurfti ég þá að útvega mér starf yfir veturinn, því að heim til Islands ætlaði ég mér ekki að fara í bráð. Komst ég þá að því, að það vantaði mann við út- reikninga á dreifðum tilraunum. Réðst ég í það starf og vann að þessum útreikningum fram í febrúar og síðan önnur skrifstofu- störf, skýrslusöfnun og fleira. í starfi þessu gafst mér gott tæki- 26 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.