Goðasteinn - 01.09.1969, Page 37

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 37
Auðunn Bragi Sveinsson: Undir Eyjafjöllum Fyrir 10-15 árum, þótt ekki sé farið lengra aftur í tímann, var erfiaðara að komast í skólastjóra- eða kennarastöðu en nú gerist. f Reykjavík mátti scgja, að aðrir kæmust ckki að en fáir útvaldir. Voru tíu cða jafnvel fleiri um hverja kennarastöðu, scm losnaði. Ymsar leiðir, sumar harla ankannalegar, voru reyndar til að kom- ast á þessa jötu í höfuðstaðnum. Skal ckki farið nánar út í þetta mál hér, enda varla svo að prenthæft mætti teljast, ef rakið væri til hlítar. Nú hefur hér orðið breyting á. Rifizt er um hvern menntaðan kennara, og þeir gripnir í kennslu, sem vitað er um, að einhverja menntun hafa auk barnaskólanáms og kunnugt er, að ckki eru haldnir hættulegum smitsjúkdómi eða geðvciki á háu stigi. Hefur ástandið í þessum efnum algjörlega snúizt við, eins og segja mátti um annan vinnumarkað til skamms tíma. Sér í lagi hefur gengið illa að fá kennara að barnaskólum í sveitum og þorpum, sem eru í lengri fjarlægð en það frá höfuðborginni, að fara megi til og frá á tveimur klukkustundum. Ýmis sú aðstaða, sem ungt fólk girnist svo mjög nú, cr þar ekki fyrir hendi. Goðasteinn 35

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.