Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 39

Goðasteinn - 01.09.1969, Blaðsíða 39
vol'u hafði ég unnið allt sumarið. Fékk ég mig lausan frá vinn- unni og bjó mig til ferðar. Labbaði ég mig niður á Ferðaskrif- stofu. Náði ég í áætlunarbifreið að Hvolsvelli, tapaði af Víkur- bílnum, sem farið hafði klukkan 9 árdegis. Nú var komið að Hvolsvelli. Bcið ég þar drjúga stund og hugðist ná í bíl áfram austur. En þegar mér tók að leiðast biðin og var að verða úr- kula vonar, datt mér í hug að ná fundi einhvers í plássinu, sem ég þekkti. Var þar aðeins um tvo aðila að ræða, skólastjóra- hjónin Trúmann Kristiansen og Birnu Frímannsdóttur, en þau höfðu verið með mér í Kennaraskólanum fyrir nokkrum árum. Hélt ég nú gangandi að heimili þeirra skammt fyrir ofan þorpið. En þegar ég var kominn að bústað hjónanna, voru þau ekki heima, höfðu brugðið sér til Reykjavíkur á Sjómannadagskabar- ettinn. Móðir skólastjórans, öldruð kona, Matthea að nafni, tók á móti mér mjög höfðinglega. Beið ég nú fram á kvöld hjá Mattheu og ræddi við hana og þáði veitingar. Skólastjórahjónin komu nú heim. Urðu fagnaðarfundir, því að við höfðum ekki sézt í nokk- ur ár. Hittist nú svo á, að dansleikur var að hefjast í Hvolsskóla. Borgaði Trúmann fyrir mig inn á ballið, ég held 15 krónur, en ckki undum við lengi þarna, en héldum í bifreið á ball að Heima- landi. Var þar óhemju fjör, svo að manni þótti næstum nóg um. Þótti mér sem för mín hefði tekið allmikið hliðarspor, er ég var kominn á ball í stað þess að líta á væntanlegan kcnnslustað. En að skemmtuninni lokinni var haldið heim að Hvoli. Þar tók ég síðan á mig náðir, og svaf fram á næsta dag - að vonum. Sunnu- dagurinn 25. október bauð ckki beint af sér góðan þokka: rign- ing og slydda öðru hverju. Þótti mér Rangárþing ekki bcint yndislegt á að líta. En ckki skyldi til baka snúið. Vissi, að Rangár- þing ætti tii fegurri ásjónu. Eins og áður er getið, var ferðinni heitið að Drangshlíð undir Austur-Eyjafjöllum. Ég var bíllaus sem fyrr, en vonaðist til að ná í eitthvcrt farartæki fyrir kvöldið. En það brást. Nú leit ekki beint vel út. Þá er það, að Trúmann skólastjóri fær mann með mig í bifrcið undir kvöldið. Sá, sem ók farartækinu og átti yfir því að ráða, var Alexander Sigursteins- son frá Djúpadal, verzlunarmaður hjá Kf. Rangæinga á Hvols- velli. Trúmann varð okkur samferða. Að Drangshlíð var nú komið Goðasteinn 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.