Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 31

Goðasteinn - 01.09.1969, Síða 31
Jón R. Hjálmarsson: Þjóðlegt merki hefjum hátt íslenzka þjóðin er ung að árum og til hennar stofnað á tímum ófriðar, upplausnar og hraðfara breytinga, víkingaöldinni. Ósagt skal látið, hvenær íbúar þessa lands tóku að líta á sig sem sér- staka þjóð, en það mun hafa verið nokkuð snemma. Að vísu var sambandið við Noreg fyrstu aldir byggðar hérlendis mikið og líf- rænt, og allir mæltu á danska eða norræna tungu beggja vegna hafsins. En þrátt fyrir það, munu nýbyggðarmenn á íslandi fljót- lega hafa tekið að telja sig eitthvað sérstaka manngerð, heild fyrir sig, frábrugðna frændþjóðunum í austri, einkum þó eftir að auðugustu og voldugustu ættir landsins höfðu beitt sér fyrir setn- ingu allsherjarlaga og stofnun Alþingis. Meinlegur galli var þó á því stórmerka þjóðskipulagi, sem hér var stofnað í árdaga, því að ættirnar og einstaklingarnir voru of sterkir og sjálfstæðir þættir til þess að þola sameiginlegt yfirvald og eina framkvæmdastjórn á samfélaginu. Nokkur bót var á þessu ráðin með kristnitökunni og tilkomu stjórnsamra og áhrifamikilla biskupa. Það dugði þó frcmur skammt, þar sem kirkju og veraldlegt samfélag greindi brátt á í veigamiklum atriðum og grófu þessir aðilar undan grunni hvors annars, er tímar liðu. Engu að síður þróaðist hér á þessum öldum andlegt líf og mikil menning, sem hvergi á sér hliðstæðu í Norðurálfu á sama tíma. Það er sú saga og þau menningarafrek, sem mestan þátt eiga í því, að hér hélt áfram að lifa þjóð um aldaraðir, sérstök og frábrugðin öðrum, þrátt fyrir allt, og það var þessi kyndili, sem lýsti okkur leiðina inn í samfélag sjálfstæðra þjóða. Goðasteinn 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.