Goðasteinn - 01.09.1969, Page 31

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 31
Jón R. Hjálmarsson: Þjóðlegt merki hefjum hátt íslenzka þjóðin er ung að árum og til hennar stofnað á tímum ófriðar, upplausnar og hraðfara breytinga, víkingaöldinni. Ósagt skal látið, hvenær íbúar þessa lands tóku að líta á sig sem sér- staka þjóð, en það mun hafa verið nokkuð snemma. Að vísu var sambandið við Noreg fyrstu aldir byggðar hérlendis mikið og líf- rænt, og allir mæltu á danska eða norræna tungu beggja vegna hafsins. En þrátt fyrir það, munu nýbyggðarmenn á íslandi fljót- lega hafa tekið að telja sig eitthvað sérstaka manngerð, heild fyrir sig, frábrugðna frændþjóðunum í austri, einkum þó eftir að auðugustu og voldugustu ættir landsins höfðu beitt sér fyrir setn- ingu allsherjarlaga og stofnun Alþingis. Meinlegur galli var þó á því stórmerka þjóðskipulagi, sem hér var stofnað í árdaga, því að ættirnar og einstaklingarnir voru of sterkir og sjálfstæðir þættir til þess að þola sameiginlegt yfirvald og eina framkvæmdastjórn á samfélaginu. Nokkur bót var á þessu ráðin með kristnitökunni og tilkomu stjórnsamra og áhrifamikilla biskupa. Það dugði þó frcmur skammt, þar sem kirkju og veraldlegt samfélag greindi brátt á í veigamiklum atriðum og grófu þessir aðilar undan grunni hvors annars, er tímar liðu. Engu að síður þróaðist hér á þessum öldum andlegt líf og mikil menning, sem hvergi á sér hliðstæðu í Norðurálfu á sama tíma. Það er sú saga og þau menningarafrek, sem mestan þátt eiga í því, að hér hélt áfram að lifa þjóð um aldaraðir, sérstök og frábrugðin öðrum, þrátt fyrir allt, og það var þessi kyndili, sem lýsti okkur leiðina inn í samfélag sjálfstæðra þjóða. Goðasteinn 29

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.