Goðasteinn - 01.09.1969, Page 17

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 17
Björn Sigfússon: Frá nykri og Porgeirsbola Geitafell er efstur bær og afskekktastur í Reykjahverfi inn af Skjálfanda. I þrjár áttir þaðan er klukkustundar gangur til næstu bæja, en afréttin til austurs, og ber þar oft eigi gest að garði vikum saman. 1912 tók faðir minn við Geitafelli, og var sá grip- ur honum þarfastur í búi, sem Hjálma hét, svört og hvíthjálmótt haustbæra. Þá var ég 7 ára, en sú kona í heimilinu fræddi mig mest, sem Guðríður Jónsdóttir hét og var dóttir Tótta-Steinku í Kelduhverfi, fædd þar að Tóttum í Jökulsáraurum 1859. Aldrei hafði Guðríði verið kennt að draga til stafs, en vissi þó lengra en nef náði. Geitafelli fylgdi sú trú, að þar bjó nykur í tjörn, sem var botnlaus talin og liggur í hamraskál hátt í fjallinu sunnan við bæinn. Hann var öilum meinlaus, sem ekki fóru á bak. Þann gráa sá ég tilsýndar einu sinni, og sýndist mér hann makkalangur og stór, og gljáði þá sólskin á honum við klettana, en þegar ég komst nær til að sjá og lækjarbarm hafði borið um stund í milli, var Gráni horfinn og hlaut að hafa steypt sér í Nykurtjörn. Það mun hafa verið á öðru hausti, sem við bjuggum í Geita- felli, aö Hjálma veiktist nóttina eftir burð og lá sem sliguð í básn- um. þegar í fjós var komið um morguninn. Ollum sagði þungt hug- ur og Guðríði verst. Hún spurði þrátt að því, hvort gætt hefði nú verið að grafa hildirnar eins og gera átti. Var þá, til að friða hana, hugað að hildunum, hvort þær lægju ekki þar, sem einhver Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.