Goðasteinn - 01.09.1969, Page 70

Goðasteinn - 01.09.1969, Page 70
Páll Sjötta barn Atnodds var piltur, sem hét Páll. Hann var fatlaður; var með kreppta fingur hægri handar inn í lófann og styttri hægri fót og gekk aðcins á táberginu. Hann skrifaði með vinstri hendí alveg sæmilega skrift. Hann las prýðilega húslestur og ævinlega látinn gera það, þar sem hann dvaldi í þann og þann svipinn. Hann var laginn að kenna börnum lestur. Hann hafði það lag á, þegar þau voru búin að læra að þekkja stafina, að fara í stafa- gátur við þau, nefndi þrjá eða fjóra stafi og lét þau svo kveða að þeim. Þetta þótti krökkunum gaman að reyna sig við. Einnig hljóp hann út um tún með þeim, þó haltur væri. Allt var það til að gera hann vinsælan hjá krökkunum. Lengst af var hann á hreppsframfæri og var oft í Hcmlu eftir fermingaraldur. Má vera, að hann hafi kennt börnunum þar að lesa. Um margra ára skeið var hann látinn fara bæ frá bæ til þess að eta út útsvar þess bónda, sem hann dvaldist hjá. Þar kom á hreppskilaþingi, að mönnum kom saman um að bezt væri að láta Pál vera í ársdvöl á sama stað, og þar með var ákveðinn staðurinn fyrir hann. En þegar Páll frétti það, hvarf hann úr sveitinni, og enginn vissi, hvert hann fór og þótti tíðindum sæta, því þetta hafði hann aldrei gert fyrr, varla komið út fyrir sveitar- mörkin. En tilcfnið var, að hann vildi alls ekki fara á þennan ákveðna stað. Það segir ekki neitt af ferðum hans, fyrr en hann kom til Rcykjavíkur. Þar hitti hann Andrés Andrésson klæðskera frá Hemlu, sem gaf honum nýjan alklæðnað, og þar með var Páll orðinn fínn maður og vildi ferðast lengra og komst alla leið til Grindavíkur. Þar dvaldist hann um hríð hjá hjónunum Árna Jónssyni, ættuðum frá Álfhólum (en var heima í sveit sinni kall- aður Gerða-Árni), og konu hans, Hallberu Pálsdóttur frá Eystra- Fíflholti. Hún var uppalin í Gerðum, mesta myndarkona. Árni var mjög lengi formaður með vertíðarskip og vorbáta fyrir Einar Jónsson í Garðhúsum. drjúgur aflamaður, og aldrei varð neitt óhapp hjá honum, hvorki á rúmsjó eða í lendingu. Einhverju sinni, þegar Árni var að lenda í vondum sjó og Einar var í landi og horfði á, sagði hann: „Mikið ljómandi ætlar hann Árni minn 68 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.