Goðasteinn - 01.09.1969, Qupperneq 68

Goðasteinn - 01.09.1969, Qupperneq 68
Arnoddi: „Það var bágt fyrir manninn að verða fyrir þessu, því það má búast við, að hann verði að liggja átta ár*) í rúminu, eins og ég, þegar ég meiddist, en það batnaði fljótt.“ Það var árið 1891 eða ári síðar, sem ég sá fyrst Arnodd. Þá var hann til heimilis í austurbænum á Arnarhóli hjá Guðmundi Guðnasyni. Þá var hann með tvær hækjur, sem tóku honum upp undir holhönd. Á þeim vingsaðist hann áfram og gekk furðu vel. Á Arnarhóli var hann til 1895, að Guðmundur flutti að Gerðum. Fór Arnoddur þá í vesturbæinn, til Einars Þorsteinssonar og konu hans, Salvarar Snorradóttur, og var þar, þangað til Einar hætti að búa. Áttu þeir vel saman, Arnoddur og Einar, því Einar var líka lesinn og minnugur, þenkti mikið um trúmál og las vel Bibl- íuna. Þessa vísu gerði Nathanael á Búðarhóli um Einar, og er hún rétt lýsing á honum: Skemmtinn, glaður, gáfaður, garpsinnaður, minnugur, Einar það er Þorsteinsbur, þykir snar og fjörugur. Þá var prestur í Landeyjum séra Halldór Þorsteinsson á Berg- þórshvoli. Hann kom aldrei að Arnarhóli, nema þegar hann var að húsvitja. Þá voru þeir Einar og Arnoddur búnir að tala um það sín á milli, hvaða spurningar þeir ættu að leggja fyrir hann. Arnoddur varð jafnan fyrir því að opna Biblíuna og segja: „Hvernig leggið þér út þetta vers, séra Halldór?" Þá sagði prestur: „Hvernig leggið þér það út, Arnoddur minn?“ Þá fór Arnoddur að gefa sína útleggingu á því, og prestur svaraði: „Það er víst alveg rétt hjá yður,“ og varð svo ckki meira úr umtali. Einhvern tíma, þegar séra Halldór var að húsvitja á Kotunum, byrjaði hann í Skipagerði og hélt svo sem leið lá austur um bæina og kom að Miðkoti og bað ísak bónda þar að ganga mcð sér að Arnarhóli og hlusta á spurningarnar, sem hann átti von á hjá þeim körlunum. Þegar þeir komu að Arnarhóli, gekk prestur *) Sennilega mismæli fyrir 8 mánuði. 66 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.