Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 9
þennan kjörgrip. Ég notaði síðan allar frístundir til að æfa mig
og gat brátt spilað á samkomum. Aldrei varð ég listaspilari, en
fólk gerði sér að góðu að láta mig lcika fyrir dansi á böllum.
Ég var mikið hjá ánum um sauðburðinn. Þær voru hýstar í
nátthaga á nóttunni. Venjulega fór ég þá á fætur kl. 4. Það var
yndislegt að koma út svo snemma að morgni í heiðskíru veðri,
þegar sólin var að koma upp í heiðarskarðinu. Hundur fylgdi
mér til ánna, þar sem starfið beið, m. a. að taka ull af júgrum og
draga úr spena. Ef spenarnir voru of stórir, tóku lömbin þá ekki.
Hundurinn átti þá ekki of góðu að fagna, ef hann var nálægt,
ærin elti hann og hnubbaði, svo hann fór skrækjandi undan.
Móðurelskan er sterk ekki síður hjá dýrum en mönnum.
Ekki var yndið minna í sveitinni, þegar vorfuglarnir voru að
koma með sinn Ijúfa söng, lóan, máríerlan, tjaidurinn og fleiri
fuglar. Mér voru það miklar ánægjustundir í yfirsetunni að heyra
blessaða fuglana syngja. Sólskríkjan átti hreiður í dalnum og söng
þar með sinni fögru rödd fyrir mig. Ég var ekki að ónáða hana
með því að leita að hreiðrinu. Einu sinni sá ég rjúpu með 10
unga, það var fallegur hópur. Steindepillinn, fjörugur og kátur
átti sér hrciður við túnið. Oft skoðuðum við börnin hans. Gaman
var að sjá blessaðar lóurnar hópa sig í túninu á haustin. Þá voru
þær að kveðja sumarbústaðina og á förum yfir hafið til fjarlægra
landa. Með söknuði kvaddi maður þær og hlakkaði jafnframt cil
að sjá þær næsta vor. En haustið átti sér fögnuð sinn í því að sjá
féð, þegar það kom af fjalli, en þá var líka orðið stutt í kaldan
og dimman vetur.
Ég ætla aðeins að minnast á fráfærurnar eins og ég kynntist
þeim í æsku. Ég var ungur, þegar ég fór með fólkinu á stekkinn
og gaman var að bera lömbin í stekkinn. Ég fór ekki á morgnana,
þá svaf ég svefni réttlátra. Farið var á stekkinn kl. 6 að morgni.
Þá voru ærnar mjólkaðar, en ekki mikið. Það var gjört til að
minnka mjólkina við lömbin, áður en fært var frá. Vanalega var
fært frá 11 vikur af sumri.
Ég sat yfir lömbunum við stekkinn. Það var mikill harmur og
jarmur, ég held ég hafi grátið með lömbunum. Svo voru þau
rekin á fjall á öðrum degi. Það var mikið erfiði við fráfærur,
Goðasteinn
7