Goðasteinn - 01.06.1975, Page 12

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 12
1900. Hún kostaði þá 600 krónur. Árið 1960 keypti ég raf- magnsrakvél, sem kostaði þá 600 krónur. Betra hefði nú verið þá að geta keypt jörð fyrir sama verð og láta skeggið vaxa. Um aldamótin 1900 voru allir eldri mcnn með skegg, margir voru með það fallegt og vel hirt og voru virðulegir ásýndum. Það er dálítið broslegt, að nú eru fiestir ungir menn með skegg en eldri mennirnir raka sig. Til voru sérkennilegir menn. Ég heyrði talað um mann, sem byrjaði aldrei á vinnu sinni framan af degi. Hann hlóð stéttina á Stafafelli við koluljós í skammdegismyrkri. Hún var prýðilega hlaðin og stendur enn. Ég hef heyrt, að hann hafi gjört þessa vísu: Ljós í Kalli, ljós á Hlíð, Ijós á Stafafelli, ljós hjá öllum Bæjarlýð, ljós í Eskifelli. 1 brúðkaupsveislu var ég um 10 ára gamall og hlakkaði mikið til. Veislur voru alltaf skemmtilegar, menn voru þar svo mátu- lega glaðir. Oftast var vín en alltaf í hófi. Ræður voru fluttar og mikið sungið af fögrum ættjarðarljóðum en dæguríjóð engin. Séra Jón Jónsson á Stafafelli orti alitaf brúðkaupsljóð. Konur klædd- ust faldbúningi í brúðkaupsveislum. Þá voru litlar stofur á bæjum en þar var þó dansað. Reistir voru skálar, þar sem veislukostur var borinn fram og drukkið kaffi, súkkulaðsmjólk, púns og vín. Það voru góðar samkomur í Lóni, sá aldrei vín á manni. Gömlu mennirnir voru góðir fjármenn og þolnir að standa yfir fé. Bestir þóttu þeir að vonum, sem eyddu litlu heyi og höfðu þó féð vænt, en konurnar höfðu einnig gott auga fyrir fé. I Lóni cru þrjár ungar stúlkur framúrskarandi fjárglöggar, enginn karl- maður í Lóni jafnast í því á við þær, og eru þeir þó margir sæmi- lega fjárglöggir. Það er gaman að ganga að fé á fjöllum. Dal- irnir eru falleg.ir og margt fallegt á fjöllum, steinar, grös og blóm og loftið hressandi. Þar er gaman að syngja: „Frjálst er í fjallasal." Eitt skáldið kvað svo um fjöllin: ,,Ég elska yður, þér íslands fjöll,“ og hafði svo mikið við að þéra þau. Nú treysti ég mér ekki til að ganga á fjöll, ég bara horfi til fjallanna eins og Halla. 10 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.