Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 13

Goðasteinn - 01.06.1975, Síða 13
Ég átt.i heima í Svínhólum í 50 ár. Það er eðlilegt, að hugur minn sé bundinn við æskuslóðirnar, þar sem flest ævisporin liggja. Hugur minn leitar til leikfélaga minna og til barnanna, sem tóku við af þeim í Svínhólum. Þar voru eitt sinn 12 börn, 6 á hvorum bæ. Þau voru á misjöfnum aldri en léku sér saman og kom vel saman. Ég brá mér stundum í leik með þeim, ég hef alltaf haft yndi af börnum. Það er ekki vandalaust að ala upp börn og þau finna fljótt, hvað við þau er haft, og vanda ber málið í návist þeirra, af fullorðna fólkinu lærist það engu síður en athafnir. Börn lærðu fljótt að sitja hest, fluttu heim hey af engjum 7 ára gömul og fórst það vel. Það var tjcrn við túnið í Svínhólum. Þar léku börnin sér mikið sumar og vetur. Þar renndu þau sér á skautum og leggjum, þegar ísar voru, og létu skútur sínar sigla á sumrum. Það voru margar þúfur í tjörninni, sem urðu að eyjum. Um eyjasundin sigldu þá skipin, fóru stundum í strand, en alltaf náðust þau á flot aftur. Gaman var að fylgjast með störfum þessa glaða og saklausa hóps. Eigi veit ég, hvenær hætt var að hafa í seli, en það hefur verið gert frá öllum bæjum í Lóni, seltætturnar sýna það. Hægt hefur verið að una í seli hjá góðri selsráðskonu og friðsælt að búa inni á dalnum. Margar seltættur hef ég séð. Það ber lítið á þeim sum- um. Einn bóndi byggði sauðahús upp úr seltótt. Tótt þessi stendur enn um 100 ára. Manninn þekkti ég vel. Hann var hættur búskap um aldamót, þá nokkuð aldraður, myndarmaður og mikill göngu- garpur. Þá áttu bændur fleiri sauði en ær, þá var enginn dilka- prís. Þá höfðu bændur beitarhús, þar sem landgott var, og smal- inn stóð yfir sauðunum alla daga allt frá dögun. Athafnalíf var mikið í Lóni. Þar var 5 árabátum haldið úti frá Papós og einum frá Hvalnesi og stundum tveimur. Á þeim voru duglegir sjómenn og glöggir formenn og kom oft mikill fiskur á land. Sveitin var björguleg. Silungsveiði var í Lóninu, selveiði haust og vor í Vigrinni og æðarvarp og selveiði á Fjarðarskerjum. Svo voru góð afréttarlönd og fénaður vænn, sérstaklega úr Stafa- fellsfjöllum. Enn er gott að búa í Lóni og allt auðveldara en áður var, búið að brúa allar ár og samgöngur góðar. Ýmislegt gat skcmmtilegt skeð í aðdráttum. Það var um vor, Goðasteinn 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.