Goðasteinn - 01.06.1975, Side 18
Gunnar Magnússon frá Reynisdal:
Um silungsveiði
í Dyrhólaósi
Dyrhólaós er, sem kunnugt er, í Mýrdal, norðan Reynisfjöru,
Dyrhólaeyjar og Dyrhólafjöru. Ósinn er venjulega sjávarlón, sem
hefir útfall í sjó, en er aðra tíma uppi, sem svo er nefnt eystra,
en þá kastar sandi í útfall hans. Vex Ósinn þá dagvöxtum og
flæðir yfir víðáttumiklar engjar, eða svo var hér fyrrum, en nú
er Ósinn oftast mokaður út, áður en hann nær að verða mjög
mikill.
Ár og lækir falla í Dyrhólaós. Skal ég geta þeirra að nokkru og
byrja vestan frá: í Dyrhólahverfi er lækur, sem Norðurgarðs-
lækur heitir, og rennur hann í Ósinn. Þá er Brandslækur, sem
kemur innan úr Dölum. Deildará kemur úr Deildarárgili. Rauði-
lækur er samansafn af keldum og smálækjum á Mýrunum.
Hvammsá kemur úr Hvammsgili. Hleypilækur á upptök sín í
Fosslandi og Reynishverfislandi. Smálækur er vestan við Reynis-
holt, á upptök þar í mýrinni niður af Reynisholti.
Allar þessar ár og lækir falla í Dyrhólaós, og er þetta töluvert
vatnsmagn, er allt kemur saman, sem sjá má af útfalli Óssins,
er hann rennur í venjulegu ástandi í sjó. 1 öllum þessum ám og
16
Goðasteinn