Goðasteinn - 01.06.1975, Page 20

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 20
flökkufiskur frá öðrum vatnasvæðum nær eða fjær. Meðan ekk- ert er gert fyrir Ósinn, svo sem með því að flytja í hann seiði og rækta upp nýjan stofn, þarf enginn að búast við því að veiði glæðist þar á ný. Til þess þarf félagslegt átak um ræktun í stað rányrkju. Allt það klak, sem átti sér stað í lækjum, er búið að vera vegna skurða, sem grafnir hafa verið um Mýrarnar í þurrk- unarskyni. Árnar renna í Ósinn á leirum og gljám, hann hættur að verða bakkafullur á haustin og enginn silungur heldur til staðar að ganga upp í árnar, þótt hann ætti greiðari leið í þær. Það væri fróðlegt að sjá, hvað gerðist ef með félagslegu átaki yrði hafist handa um að sleppa nokkur þúsund seiðum í Ósinn og leyfa þeim að komast í sjó, ætli sú yrði ekki raunin, að nýtt líf skapaðist í Ósnum, en þá yrði jafnframt að gera því mögulegt að komast upp í árnar til hrygningar líkt og áður var. FÓRNARSIÐIR I VESTMANNAEYJUM Alkunn er fórn fuglaveiðimanna í Vestmannaeyjum til Sker- prestsins. Offur hans var peningur, sem lagður var í steinþró á Súlnaskeri. Átti Skerpresturinn þá að vernda fólkið, sem fór upp á Skerið, ef brimaði sjó cða gegn annari óheill. Skildingarnir, sem lagðir voru í þróna, voru jafnan horfnir næst, er að var komið. Börn, sem fóru til berja í Hraunið í Vestmannaeyjum, létu fáein ber í byrjun tínslu í holu í Dropstein sem einskonar offur. Líklega mun það hafa verið gert til góðrar berjasprettu næsta sumar. Um þetta má lesa í ritum Sigfúsar M. Johnsen fyrrv. bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Sjálfur segist Sigfús hafa sem barn sett ber í Dropstein fyrir innan Hástein. 18 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.