Goðasteinn - 01.06.1975, Side 21

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 21
Ágrip ættar- og ævisögu prestsins J.J. Austmanns Jón Jónsson Austmann er fæddur á Lyngum í Meðallandi í Vestur-Skaptafellssýslu 13. maímánaðar, 1787 og var skírður samdægurs. Foreldrar hans vóru þáverandi sóknarprestur til Meðal- landsþinga, Jón Jónsson, og Guðný Jónsdóttir. Faðir hans var alkunnur merkismaður, lögréttumaður Jón Runólfsson sjálfseignar- maður, og kona hans, Guðrún Hallgrímsdóttir, sem allan sinn búskap bjuggu á Höfðabrekku í Mýrdal, hvar hann deyði sama dag og ég var fæddur, en hún nokkru seinna hjá syni sínum (föður mínum), séra Jóni Jónssyni á Lyngum. Þeirra börn vóru prest- arnir séra Jón faðir minn og séra Runólfur, er seinast var prestur á Stokkalæk á Rangárvöllum. Börn föður míns vóru: 1. Guðrún, giptist Jóni hreppstjóra Eyjólfssyni, syni séra Eyjólfs Teitssonar í Álptafirði. 2. Séra Jón Austmann, giptur Þórdísi Magnúsdóttur, varð með henni 9 barna auðið. 3. Páll bóndi í Arnardrangi í Landbroti, á fjölda barna. 4. Þórunn, fyrrum gipt Brynjúlfi hreppstjóra Eiríkssyni, prests Rafnkelssonar, bjuggu á Bæ í Lóni, en hann drukknaði af hákarla- skipi. Þau áttu einnig mörg börn. 5. Pálmi, lærði snikkaraiðn í Kaupmannahöfn og bjó lengi í Reykjavík. Seinna bjó hann á eign- arjörð sinni, Álptagróf í Mýrdal. Dó blindur. Faðir móður minnar var séra Jón prófastur Steingrímsson á K.irkjubæjarklaustri, dáinn 1791, er var móðurbróðir Steingríms biskups og föðurbróðir Bjarna konferensráðs Thorsteinssonar. Kona hans (amma mín) var sú ættgöfga höfðingskona Þórunn Hannesdóttir, dótturdóttir Steins biskups. Á áðurnefndum Lyngum ólst ég upp hjá foreldrum mínum um hríð, utan hvað mér þann 8. og 9. vetur aldurs míns var góður Goðasteinn 19

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.