Goðasteinn - 01.06.1975, Page 23

Goðasteinn - 01.06.1975, Page 23
Jónsson, prófasts í Vestur-Skaptafellssýslu, Jónssonar á Mýrum, og Helgu Steingrímsdóttur, hvern stúdent Guð brúkaði nú til fremur öðrum náungum mínum, ei einasta til að ráða bót á raun- um mínum, heldur ennfremur til að leggja grundvöll gæfu minnar mcð þeim hætti, að hann, eptir að conrector frá Reykjavíkurskóla, Jón Jónsson, síðar prestur að Auðkúlu og Möðruvallaklaustri, hafði í viðurvist biskups gjörla rannsakað kristindómsþekkingu mína, með góðum tilstyrk og fulltingi biskupsins, ættingja míns, útvegaði mér þá strax hálfa ölmusu við Reykjavíkurskóla, keypti fyrir sína eigin peninga og tók af sjálfum sér hreinlegan skófatnað handa mér og útvegaði mér ennfremur fæði á góðum stað í Reykja- vík hjá verslunarstjóra, Árna Jónssyni, er síðar um tíma var skóla- haldari (öconomus) á Bessastöðum. Gekk ég síðan í skóla eptir nýár 1803 og byrjaði að læra (Donat) fyrstu reglu latneskrar málfræði hjá proconrector skólans, Guttormi Pálssyni, sem seinna varð prófastur í Suður-Múlasýslu og bjó á Hólmum í Reyðarfirði og síðar að Vallanesi. Viðurnefnið Austmann fékk ég af því, að enginn var í skóla á því tímabili úr austlendingafjórðungi og ekki svo langt austur eptir sunnlendingafjórðungi, að nokkur væri austan yfir Ölfusá. Áminnst auknafn mitt fannst því vel til hlýða bæði biskupi og mörgum öðrum. Vóru nú á þessum vetri mjög dauflegar lærdómsiðkanir í skól- anum, í hverjum við naumast fengum lífi haldið, í grautfúnu timb- urhúsi, að falli komnu. Aflaði sá mikli kuldi mér, slíkum húsum óvanur, mikillar óhreysti, sjúkdóms og vesældar, svo ég þessvegna lauk ei þann vetur við Donat, þá ég um vorið á kostnað míns áður nefna ástvinar, Stefáns, og með góðum tilstyrk annars velgjörðar- manns míns, klausturhaldara Páls Jónssonar á Gufunesi, síðar á Elliðavatni, byrjaði ferð mína til foreldra minna austur í Múla- sýslu. Fór ég nú af stað með mínum aldrei fulllofaða velgjörðarmanni, Stefáni, er, áður hann færi utan það sumar, fór austur í Álptaver að kveðja þar sína þáverandi foreldra og systkini. Komst ég með honum austur að Odda á Rangárvöllum, mjög lasinn, hvar ég nú alveg féll úr leik og lagðist rúmfastur í megnri tannpínu og blóð- Goðasteinn 21

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.