Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 23

Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 23
Jónsson, prófasts í Vestur-Skaptafellssýslu, Jónssonar á Mýrum, og Helgu Steingrímsdóttur, hvern stúdent Guð brúkaði nú til fremur öðrum náungum mínum, ei einasta til að ráða bót á raun- um mínum, heldur ennfremur til að leggja grundvöll gæfu minnar mcð þeim hætti, að hann, eptir að conrector frá Reykjavíkurskóla, Jón Jónsson, síðar prestur að Auðkúlu og Möðruvallaklaustri, hafði í viðurvist biskups gjörla rannsakað kristindómsþekkingu mína, með góðum tilstyrk og fulltingi biskupsins, ættingja míns, útvegaði mér þá strax hálfa ölmusu við Reykjavíkurskóla, keypti fyrir sína eigin peninga og tók af sjálfum sér hreinlegan skófatnað handa mér og útvegaði mér ennfremur fæði á góðum stað í Reykja- vík hjá verslunarstjóra, Árna Jónssyni, er síðar um tíma var skóla- haldari (öconomus) á Bessastöðum. Gekk ég síðan í skóla eptir nýár 1803 og byrjaði að læra (Donat) fyrstu reglu latneskrar málfræði hjá proconrector skólans, Guttormi Pálssyni, sem seinna varð prófastur í Suður-Múlasýslu og bjó á Hólmum í Reyðarfirði og síðar að Vallanesi. Viðurnefnið Austmann fékk ég af því, að enginn var í skóla á því tímabili úr austlendingafjórðungi og ekki svo langt austur eptir sunnlendingafjórðungi, að nokkur væri austan yfir Ölfusá. Áminnst auknafn mitt fannst því vel til hlýða bæði biskupi og mörgum öðrum. Vóru nú á þessum vetri mjög dauflegar lærdómsiðkanir í skól- anum, í hverjum við naumast fengum lífi haldið, í grautfúnu timb- urhúsi, að falli komnu. Aflaði sá mikli kuldi mér, slíkum húsum óvanur, mikillar óhreysti, sjúkdóms og vesældar, svo ég þessvegna lauk ei þann vetur við Donat, þá ég um vorið á kostnað míns áður nefna ástvinar, Stefáns, og með góðum tilstyrk annars velgjörðar- manns míns, klausturhaldara Páls Jónssonar á Gufunesi, síðar á Elliðavatni, byrjaði ferð mína til foreldra minna austur í Múla- sýslu. Fór ég nú af stað með mínum aldrei fulllofaða velgjörðarmanni, Stefáni, er, áður hann færi utan það sumar, fór austur í Álptaver að kveðja þar sína þáverandi foreldra og systkini. Komst ég með honum austur að Odda á Rangárvöllum, mjög lasinn, hvar ég nú alveg féll úr leik og lagðist rúmfastur í megnri tannpínu og blóð- Goðasteinn 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.