Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 24
kreppusótt. En hér sem endranær lagði Drottinn mér líkn með
þraut. Þau þáverandi höfðingshjón, prófastur í Rangárþingi, Gísli
Thorarensen og Jórunn Sigurðardóttir, tóku mig og hjúkruðu sem
einkabarni sínu í einu og öllu þann þriggja vikna tíma, er ég lá
þar mjög þungt haldinn, ýmist rænulaus, og má ég cf til vill kalla
þau lífgjafara mína.
Verð ég nú að geta þess, að meðan ég lá svona aumlega á mig
kominn, mundi ég þá hart nær ekkert, hvað við mig hafði fram
komið, nema það eina, þegar ástvinur minn, Stefán, kom að austan
aptur og minntist við mig í seinasta sinni mcð heitum lukkuóskum.
Sárbeiddi hann mig þá, ef mér batnaði, að leitast við að byggja
á þeim grundvelli, er hann hafði lagt, nefnilega að framhalda
námi mínu.
Þegar mér fór að batna, hélt ég áfram ferð minni í von um að
ná foreldraheimkynnum þá um sumarið, sem með veikum mætti
líka skeði. Dvöl mín varð þar þó eigi lengur en einn mánuð, eptir
hvern faðir minn fylgdi mér sjálfur suður til skólans aptur. Fékk
ég þá brátt á mörgu að kenna þann mér ógleymanlega, örðuga
vetur, einkum að Stefán var horfinn mér.
Skólahúsið grautfúna versnaði meir og meir, svo að einkum í
norðanvindi botnfraus blek í byttunum á skólaborðinu, og skónum
okkar komum vér ekki upp nema þeir væru undir fötunum í
hinum lélegu marhálms fletum. Þetta, ásamt fleiru, olli því, að
vikum saman var eigi við námi hreyft. Þar að auk veikindi sam-
fara óþrifnaði hlutu talsvert að hindra minnstu framfarir, bæði
mín og annarra í slíku aðsetri.
Ei að síður átti svo að kalla, að ég þennan vetur lærði grund-
vallarreglur latneskrar málfræði. Fór ég síðan um vorið, þá skóla
var sagt upp árið 1804, austur að Hofi til foreldra minna. Bauðst
nú þáverandi sýslumaður í Suður-Múlasýslu, Thórður Thorlacius,
að taka mig til kennslu til framhalds því, ég áður hafði numið, og
þó einkum til að kenna mér lögfræði. Fór ég til hans í þessu skyni
um haustið 1804 að Gytteborg i Reyðarfirði. Lét hann mig læra
byrjun í lögfræði, 12-16 blöð af professors Norregaards Criminal-
rette (mig minnir bókin héti svo), og má nærri geta, að ég lítið
sem ekkert skildi í bók þessari, einkum þar útskýring kennarans
22
Goðasteinn