Goðasteinn - 01.06.1975, Qupperneq 25
var eigi við mitt hæfi. Aðrar bókmenntir nam ég þar eigi, því þess
var enginn kostur, samt lagði ég mig sjálfkrafa eptir dönsku, en
þá vantaði mig grammatík - einnig að tala hana - en frá þessu
hindruðu mig, einkum á helgum og hátíðum þær mér svo strang-
lega að höldnu æfingar að skjóta fugla til sælgætis, einkum hrafna.
Þaðan fór ég heim til föður míns vorið 1805.
Þann 22. október s. á. barst föður mtnum embættisbréf frá
Geir biskup Vídalín þess cfnis, að skólinn sé nú fluttur að Bessa-
stöðum og að ég því aðeins fái ölmusu, að ég verði kominn þangað
31. s m. Nú var í raun réttri allt of seint, samt lagði ég á stað
ept.ir tvo daga frá Hofi í Álptafirði, að morgni þess 25. okt.
og fékk skírteini hjá helstu cmbættismönnum á leiðinni, hvenær
áminnst bréf hefði farið þar og þar framhjá.
Náði ég að Lambastöðum á Seltjarnanesi þann 31. s.m. e.m.
Átti nú á sama degi að veita ölmusu mína, því biskupi þótti
seinka koma mín, en er ég fékk honum áðurnefnd skírteini við-
víkjandi bréfi hans til föður míns, sá hann, að þetta var engan
veginn mér að kenna, en af þessu er auðsætt, að ekki mátti tæpara
standa. Þrcifaði ég þá sem endranær á því, að forsjón Guðs og
farsæl forlög héldu í hönd mína. Hlaut ég nú að byrja frá upphafi
með námið, því eptir áminnstu var því litla gleymt, sem áður var
nurnið. Átti ég ærið erfitt uppróðra úr neðsta sæti. Þó tók ég smám-
saman þeim framförum, að ég var útskrifaður með sæmilega góð-
um vitnisburði árið 1809, þann 20. maímánaðar. Dvaldi ég þau
þrjú sumur, sem liðu hér á milli, það fyrsta á Brekku á Álptanesi
hjá góðum húsbónda, etazráði ísleifi Einarssyni, síðan háyfirdóm-
ara. Annað sumar var ég kaupamaður norður í Eyjafirði og hið
þriðja hjá þáorðnum skólahaldara, Bjarna Halldórssyni í Sviðholti.
Næsta ár eptir var ég þénari hjá sekretéra B. Stephensen á
Lágafelli, fór þó um sumarið 1810 kaupamaður í Eyjafjörð, en
um haustið, eptir að ég var kominn suður, fór ég að hitta foreldra
mína, sem nú vóru komin að Kálfafelli á. Síðu. Árið 1811 gekk ég
að eiga jómfrú Þórdísi Magnúsdóttur, Andréssonar klausturhald-
ara á Þykkvabæjarklaustri. *)
0 Kvæntist 1 nóv., en næsta ár byrjuðum við búskap á Klaustrinu.
Goðasteinn
23