Goðasteinn - 01.06.1975, Side 28

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 28
nesi, árið eptir að hann útskrifaðist, að brenna þang til pottösku, og sagði hann opt, að hefði hann þá ekki búsett sig í sveit, mundi hann hafa framhaldið þeirri mjög arðsömu atvinnu. Um haustið 1838 slasaðist hann á vinstra fæti og lá í því hart- nær 18 vikur rúmfastur, nema þegar hann seinustu vikurnar lét setja sig á hestbak í kvensöðli á sunnudögum að gæta cmbættis- starfa sinna í kirkjunni. Nokkrum árum áður hann dó, þjáðist hann af megnri köldu í vinstri mjöðminni, sem aldrei skildi við hann úr því, enda þótt Jóni landlækni Thorsteinsen tækist að lina hana mikið með með- ölum þeim, er hann ávallt brúkaði eptir hans fyrirsögn. Af öllum þeim, er til þekktu, mátti séra Jón með sanni kallast þrekmaður til lífs og sálar. Hann var með hærri meðalmönnum á vöxt, vel vaxinn, með svart, hrokkið hár og augun skörp og tindr- andi, þangað til á seinustu árum, að hann hafði mjög dapra sjón. Hann var skrautmenni, enda hafði honum hlotnast líkams atgerfi af ríkulegum mælir. Fóthvatur var hann og besti göngumaður, og sýndi það sig best á hans seinustu æfiárum. Söngmaður var hann svo góður, að hann átti fáa sína líka x þeirri list. Hann var vel skáldmæltur og orti bæði erfiljóð og tækifærisvísur. Kvöddust þeir opt með stökum, séra Páll Jónsson skáldi, Sigurður Breiðfjörð og séra Jón, er allir vóru samtíða hér á Vestmannaeyjum. Eins og allir vita, var á þeim tímum mjög örðugt að vitja reglulega læknis, fyrr en í ótíma á stundum. Þá hafði Sveinn Páls- son læknir gefið honum (sr. Jóni) umboð sitt í tilfellum að taka blóð, bólusetja og viðhafa einföldustu meðöl. I þeirri stöðu ávann hann sér almennings lof, og mun hann jafnvel hafa látið sér um munn fara, að hefði hann lesið læknisfræði, mundi sú staða sér af náttúrunni hafa orðið einna geðfelldust. Hann var glaðlyndur og hafði ætíð skemmtun af að vera í félagi með góðum og guð- hræddum mönnum. Að náttúrufari var hann bráður og örsinna, en varla mun hafa fundist sáttgjarnari maður, enda tók hann sér opt í munn þessi orð Heilagrar ritningar: „Látið ekki sólina undir- ganga yfir yðar reiði.“ Allir, sem þekkja iífsásigkomulag landsins á þeim tímum, sem hann lærði í Reykjavíkur- og Bessastaðaskóla, geta getið því nærri, 26 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.