Goðasteinn - 01.06.1975, Side 30
desember 1818. Drukknaði ásamt 12 öðrum 5. mars 1834. 6.
Jórunn, fædd 12. jan. 1821, gipt fyrrum verslunarfulltrúa J. S.
Salmonsen. 7. Guðfinna, fædd 9. nóv. 1823, gipt Árna meðhjálp-
ara Einarssyni á Vilborgarstöðum. 8. Vigfús, fæddur 16. jan.
1826, deyði 3. okt. s.á. 9. Stefán, fæddur 6. okt. 1829, giptur
1862 Önnu ljósmóður Benediktsdóttir prests, Magnússonar á Mos-
felli, bjuggu í Draumbæ á Vestmannaeyjum.
Prcntað eftir handriti frá lokum 19. aldar. Greinargerð um
börn sr. Jóns Austmanns er færð frá upphafi æfisögu til loka.
Niður er felld greinargerð um börn sr. Sigurðar Jónssonar í Holti
undir Eyjafjöllum (1700-1778) og syni Þórunnar Hannesdóttur
Scheving af fyrra hjónabandi og örfá atriði önnur úr ættfræðilegum
inngangi. Handritið var í eigu Sigfúsar M. Johnsen.
Marbendill
Einu sinni dróst marbendill á skip. Honum leiddist og langaði
alltaf heim til sín. Loksins var farið með hann út á miðin, sem
hann veiddist á. Áður en honum var sleppt, var sagt við hann:
„Hvað er manni best?“ Hann svaraði:
Kalt vatn augum,
kvekt tönnum,
lérept líkum,
og láttu mig í sjó.
Úr bréfi frá Einari Einarssyni frá Berjanesi, en honum sagði
Guðrún Erlendsdóttir í Selvogi.
28
Goðasteinn