Goðasteinn - 01.06.1975, Side 33

Goðasteinn - 01.06.1975, Side 33
„Ein nótt er ei til enda trygg” Vorið 1904 fór ég heiman frá Seli í Holtum til vistar að Sand- lækjarkoti í Gnúpverjahrcppi, til Jóns Bjarnasonar og Margrétar Eiríksdóttur, er þar bjuggu. Þá var ég 15 ára. í ágústlok náði ég því að verða 16 ára. Skógarferðir voru þá farnar á haustin inn í Búrfellshálsa úr Gnúpverjahreppi. Seint í október þctta ár ákvað húsbóndi minn að senda mig í skógarferð þangað. Með mér fór Ámundi Guðmundsson á Sandlæk. Hafði hann sex hesta í lest en ég fimm. Ekki þótti þetta góður tími til skógarferðar, þar sem svo áliðið tímans var, en veðrið var gott og snjó hafði enn ekki fest sem hét til fjalla. Við tókum daginn sncmma og vorum komnir inn í Búrfells- hálsa um tvöleytið. Þar heftum við hesta okkar í haga og höfðum svo snör handtök við að fella skóginn sem tilvannst fram á rökkrið. Vantaði lítið á, að við hefðum fellt nægilegt í klyfjar, cr myrkur skall á. Við tjölduðum á flöt framan í hlíðinni, nokkuð upp frá Þjórsá, og bjuggumst þar um fyrir nóttina. Kaffi hituðum við okkur á útihlóðum. Veður var hið besta, lyngt og úrkomulaust. Brátt tókum við á okkur náðir. Eftir nokkurn tíma vöknuðum við og brugðum upp ljósi. Var klukkan þá tvö að nóttu. Langt var til þess, að vinnuljóst yrði, og taldi Ámundi sjálfsagt, að við svæfum enn um stund. Við slökktum því ljósið og lögðumst fyrir að nýju. Ég var víst nýbúinn að festa svcfninn, þegar ég hrökk upp Goðasteinn 31

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.