Goðasteinn - 01.06.1975, Page 34
við mikil hljóð í Ámunda félaga mínum. Hafði ég hendur fyrir
mér og varð þess vís, að Ámundi var kominn hálfur út um
tjaldhl.iðina, og voru rifnir þar upp hælar. Tók ég til og dró
hann inn í tjaldið. Var hann þá viðþolslaus af kvölum. Þessu
næst náði ég í ljósfærin og kveikti á kerti. Ámundi spurði mig,
hvort ég treysti mér til að ná í vatn og hita handa sér kaffi ef
ske mætti, að honum skánaði við það. Sjálfsagt var að reyna það,
og ég staulaðist í myrkrinu mcð kaffiketilinn niður að Þjórsá,
þar sem ég náði í vatnið. Heyrði ég alla leiðina hljóðin í Ámunda.
Ég lífgaði eld í hlóðunum og hitaði kaffið á stuttri stund. Bar
ég Ámunda það og tóku þrautirnar þá smátt og smátt að réna,
cn það var eins og honum væri í svipinn þorrinn allur máttur.
Hann sagðist hafa verið um það bil að festa blund, er honum
þótti einhvcr ofurþungi leggjast ofan á sig og fylgdi nístandi
kuldi. Jafnframt var tekið til við að draga hann út úr tjaldinu,
og gat hann sér cnga vörn veitt.
Að vonum varð ekki meira úr svefni þessa nótt. Að morgni
var Ámundi ekki vinnufær. Hafði ég nóg að starfa allan daginn
við að höggva, draga saman við og binda í bagga. Skreið
Ámundi um og sagði mér til við að binda skóginn. Urðum við
svo að eiga aðra nótt þarna. Bar þá ekkert til tíðinda. Enn var
Ámundi ekki vinnufær. Varð ég að taka saman hestana og setja
upp bagga og drögur. Gekk það vonum betur. Að lokum varð
ég að hjálpa Ámunda á bak. Héldum við svo af stað, og gekk
heimferðin að hætti og vana. Ekki komum við heim, fyrr en í
myrkri. Ætlaði Eiríkur í Sandlækjarkoti þá að fara að leggja af
stað til að leita okkar. Ámundi lá í nokkra daga og var lengi
að jafna sig til fulls eftir ferðina, þó litlar ræður væru um það
hafðar.
Frá Sandlækjarkoti lá leið mín að Hæli, til Gests Einarssonar
og Margrétar Gísladóttur. Fyrsta haustið mitt þar var ég enn
sendur í skógarferð inn í Búrfellshálsa með Eiríki Einarssyni,
öðrum vinnumanni á Hæli. Þangað var komið það snemma dags,
að hægt var að viða á lestina fyrir myrkur. Þarna voru fyrir þrír
Hreppamcnn, Jón Þorkelsson, Sigfús á Hofi og Oddur í Þrándar-
32
Goðasteinn